Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Bergþóra fékk fjórtán ára fangelsi: „Ég er ekki morðkvendi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í mars árið 2001 var Bergþóra Guðmundsdóttir dæmd í 14 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni að bana í íbúð að Leifsgötu 10 í Reykjavík. Hún var betur þekkt undir nafninu „Ísafjarðar-Begga.”

Óreglan var örlagavaldurinn í lífi Beggu sem síðan varð til þess hún missti börn sín í hendur annarra og lenti síðan í fangelsi fyrir þetta ógæfuverk.

Erfið æska

Begga átti erfiða æsku. Hún ólst upp við drykkjuskap föður síns í fjölskyldunni og fetaði snemma í þau fótspor. Begga var ein sjö systkina og fór ekki drykkjan fram hjá börnunum og var oft mikið um slagsmál og læti á heimilinu. Begga sagði síðar að móðir þeirra hefði þó verið stólpi í tilveru þeirra.

Hún byrjaði ung að drekka illa auk þess að fara í eiturlyfjaneyslu. „Ég vann eins og karlmaður og ég drakk eins og karlmaður. Vín fór illa í mig og fljótlega lenti ég í vandræðum vegna þess,” sagði Begga síðar í viðtali við DV. Hún fór á vertíðir og djammaði þess á milli. „Við vorum nokkrar Beggurnar á djamminu,” útskýrði hún um viðurnefnið. Aðeins 16 ára fór Begga í sína fyrstu meðferð í Hlaðgerðarkoti, þar sem bróðir hennar var einnig. Henni tókst að halda sér edrú í nokkra mánuði áður en hún féll. Um tvítugt hóf hún sambúð með manni sem eins var ástatt um og eignaðist dóttur. Fljótlega datt sambandið upp fyrir og hún var á þvælingi með telpuna í tvö ár sem endaði á því að hún var tekin af Beggu.

Grýtt vegferð og morð

- Auglýsing -

Smám saman lá leiðin niður á við fyrir Ísafjarðar-Beggu en hún var þekkt undir því nafni jafnt hjá lögreglunni og dómstólum. Hún eignaðist son með óreglumanni, sem tók sig á, og endaði hann með að taka drenginn þegar slitnaði upp úr sambandinu. Eftir það stigmagnaðist neyslan hjá Beggu og varð vegferð hennar erfiðari. Hún fór í sífellt meiri neyslu og gat ekki fjármagnað hana svo hún fór út í ávísanafals og innbrot. „Ég var aggresív með víni, braust um á hæl og hnakka þegar ég var handtekin og oft þurfti marga lögreglumenn til að hafa hemil á mér. Oft mundi ég ekkert fyrr en ég vaknaði í steininum morguninn eftir.“

Það var síðan þann 23. júlí árið 2000 að Bergþóra og Hallgrímur Elísson voru gestkomandi í íbúðinni og sátu þar við drykkju og vímuefnanotkun ásamt húsráðanda og öðrum gesti. Á einhvern hátt tókst Hallgrími að reita Bergþóru til reiði og í kjölfarið kom til átaka  á milli þeirra. Endaði það með því að Bergþóra réðst á Hallgrím þar sem hann lá á dýnu á gólfi íbúðarinnar. Í dómi segir að hún hafi þrengt að öndurvegi þar til hann lést.

Handtakan og fangavistin

- Auglýsing -

Begga var fljótlega handtekin en hélt ávallt fram sakleysi sínu. Í viðtali við DV frá þessum tíma, sagði Begga vistina dapurlega á Litla-Hrauni en þar var henni haldið í einangrun í nokkurn tíma. Begga sagði þetta vera erfiðan tíma, hún hefði verið tekin af lyfjum sem hún gæti ekki fúnkerað án og klefinn ekki boðlegur. Taldi hún að vistin bryti gegn Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún var enn fremur ósátt við að vera titluð morðkvendi. „Ég er ekki morðkvendi þó að ég hafi verið dæmd fyrir manndráp, en verst af öllu er að börnin mín, móðir, og aðrir aðstandendur líða vegna þess.“ Begga var ávallt mjög stolt af börnum sínum og dáði móður sína.

Henni fannst ósanngjarnt að hún hefði verið dæmd á meðan aðrir í partýiinu „gangi lausir um bæinn og einn þeirra hreyki sér að því að hafa veitt honum banahöggið.”

Hún átti alltaf erfitt með að sætta sig við niðurstöðuna.

Skæli ekki örlög mín

Framburður Beggu og annarra vitna í málinu var þónokkuð breytilegur en komst dómurinn að því að Begga hefði banað Hallgrími þetta kvöld. Hallgrímur hefði hins vegar sýnt nokkuð áreiti á hendur henni þetta kvöld. Begga var talin sakhæf þótt hún væri undir miklum áhrifum áfengis, lyfja og eiturlyfja. Atlagan þótti enn fremur hrottaleg þar sem Hallgrímur hefði verið bjargarlaus.

Yfirvöld vissu ekki hvernig taka bæri á Beggu. Hún dvaldi meðal annars í Kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún sagðist hafa misst lífsviljann. Hún var send á milli afplánunarstaða og meðferðarúrræða áður en hún fór aftur í Kópavoginn. Þar afplánaði hún síðan sinn dóm en lést skömmu síðar, langt fyrir aldur fram.

„Ég læt ekki vaða yfir mig og ef ég á nokkra möguleika á að verjast, geri ég það. Einn liðurinn í því er að vera ekki að skæla vegna örlaga minna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -