Þriðjudagur 30. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Hilda Jana átti erfið unglingsár: „ Fannst ég tilheyra og vera hluti af einhverju þegar ég drakk.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Unglingsárin voru erfið. Þetta var flókinn tími. Ég glímdi við þunglyndi og kvíða. Mér fór að líða illa andlega þegar ég var í 8. bekk,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi í einlægur helvarviðtalið Mannlífs.

„Mér leið eins og geimveru. Þetta hafði áhrif á skapið, ég var erfið í umgengni og stundum pirruð og leiðinleg heima við. Mér fannst ég vera öðruvísi en allir aðrir, sérstök, mér fannst enginn skilja mig og mér fannst ég hvergi passa inn. Mér fannst ég hvorki tilheyra fjölskyldunni né bekknum; mér fannst ég þó tilheyra handboltaliðinu sem ég var í.

Ég komst síðar að því að ég er ekkert sérstök, ég var í raun eins og flestir aðrir. Það gerðist á einhverjum tímapunkti að ég sagði svolítið bara „fuck it“. Mér var bara alveg sama. Ég ætlaði bara að gefa skít í allt. Ég átti góða foreldra sem sýndu mér alla þá umhyggju sem hægt er að óska sér og það var ekkert í umhverfinu sem útskýrði líðan mína. Það er hins vegar ofboðslega sár tilfinning að upplifa að maður tilheyri ekki hvort sem sú tilfinning er síðan byggð á réttu eða röngu. Sjálfsmyndin var ofboðslega slæm. Mér fannst ég ekki vera klár og mér fannst ég ekki líta vel út; mér fannst ég einhvern veginn alveg ómöguleg. Ég sá mig allavega þannig. Svo horfi ég í dag á myndir af þessari fallegu, skemmtilegu og blíðu stelpu sem ég var og hugsa með mér hvernig ég gat hugsað svona um mig. Það er svo ósanngjarnt.“

Tímarnir voru aðrir og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Helgarviðtal við Hildu Jönu um neysluna, ástina og stjórnmálin má finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -