Baldvin Z leikstýrir myndbandi Zöe Ruth Erwin

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Zöe var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið Summer Funeral.

Zöe Ruth Erwin eins og hún heitir fullu nafni er fædd og uppalin í Los Angeles í Kaliforníu en er um þessar mundir búsett í Reykjavík. Tónlist Zöe má lýsa sem dimmu poppi með áhrifum úr kvikmyndatónlist og náttúrunni, alls ekki slæmt það. Myndbandið við Summer Funeral er virkilega glæsilegt en það er enginn annar en einn af okkur fremstu leikstjórum sem sá um leikstjórnina, Baldvin Z. Ekki hika við að skella á „play“, við lofum að þetta frábæra lag eigi eftir að renna ljúflega inn í sálarvitund þína.

Zöe á Facebook
Zöe á Instagram

Zöe á Spotify

 

- Advertisement -

Athugasemdir