Nýr íslenskur kántrísöngvari

Kántrísöngvarinn Siggi Guðfinns vinnur nú að sinni annarri sólóplötu hjá ICR Music í Noregi en í fyrra sendi hann frá sér plötuna Á besta veg, til styrktar syni sínum sem fékk heilablóðfall og lamaðist.

Siggi er því með annan fótinn í Noregi en nóg er um að vera hjá kappanum en fyrir ekki svo löngu sendi hann frá sér myndband við lagið Návist sem hægt er að sjá á albumm.is. Siggi var einn af frumkvöðlum Styrktarsveitarinnar sem gaf út plötu árið 2010 til styrktar Mæðrastyrksnefndar.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is