2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Varð orðlaus þegar mislukkuð styttan var afhjúpuð

David Beckham varð orðlaus þegar hann sá styttuna sem James Corden lét útbúa af honum.

Grínistanum James Corden tókst að gabba félaga sinn og fótboltamanninn David Beckham á dögunum. Corden sá sér leik á borði þegar tilkynnt var að fótboltaliðið LA Galaxy ætlaði sér að láta smíða styttu af Beckham sem ætti að standa við leikvang LA Galaxy.

Corden fékk stjórnendur LA Galaxy með sér í lið ásamt því að láta útbúa ansi mislukkaða styttu af Beckham. Þessa mislukkaða stytta var svo afhúpuð við athöfn sem Corden skipulagði þar sem látið var sem um raunverulegu styttu LA Galaxy væri að ræða.

Risavaxin haka og stór rass er það sem einkenndi styttuna og var Beckham skiljanlega ósáttur með útkomuna.

David Beckham var orðlaus í fyrstu þegar þessi furðulega stytta var afhjúpuð.

AUGLÝSING


„Það er gott að börnin mín verða ekki viðstödd. Ef að börnin mín myndu sjá þetta þá myndi þau örugglega fara að gráta, í hreinskilni sagt. Í alvöru, ég vil ekki móðga þig,“ sagði Beckham við leikarann sem þóttist vera höggmyndalistamaðurinn.

Myndband af hrekknum var birt á YouTube-síðu Corden í gær. Það má sjá hér að neðan.

Myndir / Skjáskot af YouTube

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is