Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

„Það var ekkert annað í boði en að takast á við sorgina og þann vanda sem lífið kastaði í mann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég skal koma í viðtal við Mannlíf en legg til að við göngum á Úlfarsfell og viðtalið fari þar fram,“ svarar Guðni Th. Jóhannesson Mannlífi um viðtal fyrir komandi forsetakosningar.

Þetta skilyrði forsetans var í senn kærkomið og sjálfsagt. Ég hafði tveimur árum fyrr farið þess á leit við forsetann að hann yrði einskonar leynigestur í göngu Fyrsta skrefs Ferðafélags Íslands á fjallið. Það var með hálfum huga að ég bar upp erindið við hann þá daga en forsetinn samþykkti mér til gleði. Guðni fór á kostum á efsta tindi þar sem hann flutti tölu fyrir 70 manna hóp og sagði frá næstum óbærilegri feimni sinni á unglingsárum.

Föðurmissir

Mikið áfall dundi á fjölskyldu Guðna þegar hann var á unglingsaldri. Faðir hans lést fyrir aldur fram, aðeins 42 ára. Þetta er stærsta áfallið sem Guðni hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Hann segir það liggja í augum uppi að föðurmissirinn hafi verið sár.

Mynd á forsíðu / Hallur Karlsson

„En það var ekkert annað í boði en að takast á við sorgina og þann vanda sem lífið kastaði í mann. Pabbi fékk krabbamein og hann lést eftir stutta sjúkdómslegu. En ég á góðar minningar sem gott er að ylja sér við. Allt sem ég hef afrekað get ég þakkað foreldrum mínum en allt sem miður hefur farið er á mína eigin ábyrgð. Mamma lyfti grettistaki og sá um okkur strákana þrjá og að okkur skorti aldrei neitt. Hún tryggði að við gætum látið drauma okkar rætast.

„Við eigum móður okkar mikið að þakka.“

Hún hljóp undir bagga þegar ég vildi halda til náms í útlöndum. Þá hjálpaði hún mér fjárhagslega en ég gat blessunarlega greitt henni það til baka síðar. Hún ók Patta á allar mögulegar og ómögulegar æfingar og keppnir í handboltanum og var honum stoð og stytta. Sama gegndi um Jóa bróður. Við eigum móður okkar mikið að þakka. Mamma varð áttræð í maí og er enn í fullu fjöri. Hún fer í langa göngutúra á hverjum degi.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Guðna í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -