Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

480 starfsmenn Landspítalans enn óbólusettir: „Vafasamt að láta þá ráfa um spítalann “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls eru 480 starfsmenn Landspítlans óbólusettir. Fyrir því eru ýmsar ástæður en innan við 20 vilja ekki þiggja bólusetningu.

Í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun sagði Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítalans, að spítalinn sé í þokkalegu standi en þó dynji margt á. Einnig segir hann tölur sem hann birti sjálfur í pistli í gær ekki alveg réttar. Segir hann að ekki sé rétt að 600 starfsmenn spítalans séu óbólusettir, heldur um 480 mannst. Þar af séu það innan við 20 sem vilji ekki þiggja bólusetningu.

„Spítalinn er í alveg þokkalegu standi en það dynur margt á. Aðeins í sambandi við þessar tölur, 600 manns, þá langar mig að leiðrétta það,“ sagði Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítalans og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans.

Segist Már hafa farið betur yfir tölurnar. „Það kemur á daginn að þetta eru ekki alveg fyllilega réttar tölur. Þetta voru 480 manns ef ég man rétt. Það eru ástæður fyrir því að fólk hefur ekki verið bólusett. Margir hafa verið barnshafandi og hafa ekki þegið bólusetningu þess vegna og í rauninni samkvæmt ráðleggingu. Síðan eru sumir með þess háttar veikindi að það er ekki heppilegt að bólusetja. Þannig að það eru í rauninni ekki nema innan við 20 manns sem hafa ekki viljað fá bólusetningu.“

Í pistlinum sem Már sendi starfsmönnum spítalans talar hann um ástandið á spítalanum og þá sérstaklega hvað varðar Covid-faraldurinn. Segir hann að ljóst sé að landinn sé farinn að slaka á forvörnum og þessi slaki sé farinn að smita út frá sér inn í stjórnmálin þar sem krafan um afléttingar sóttvarna sé hávær. Þá segir hann faraldurinn ekki leyfa slíkt. „Sem dæmi var 21 óvænt greining sjúklinga/starfsmanna eða útsetning frá heimsóknargestum um helgina sem setti marga í sóttkví eða einangrun!“

Aukreitis kemur Már með dæmi um hætturnar á vinnustaðnum. „Þá er ykkur vafalaust kunnugt um hópsmit á 12G sem hefur þegar haft þær afleiðingar að deild A7 hefur nú verið breytt í farsóttareiningu og viðbragðsstig Landspítala er í endurskoðun. Við erum því ennþá í hringiðunni og verðum að vanda okkur vel í vinnu, nú sem fyrr.“

- Auglýsing -

Már skrifaði pistil á vef Landspítalans í gær þar sem segir: „Ennþá eru yfir 600 starfsmenn óbólusettir, af ýmsum ástæðum.“

Kári Stefánsson er mjög hissa á þessum tölum samkvæmt frétt Vísis en þess ber að þegar Kári tjáði sig um málið hélt hann að 600 manns væri óbólusettir á spítalanum en ekki 480 en líklegast er hann lítið ánægðari með þann fjölda.

„Ég vona að þetta sé rangt, því ég fæ ekki séð að það sé nokkur réttlæting á því að 10 prósent starfsmanna sé óbólusettur í dag,“ segir Kári. Hann hefði trúað þessum tölum fyrir hálfu ári en ekki í dag.

- Auglýsing -
Kári Stefánsson
Mynd / Hallur Karlsson

„Ég held að þetta hljóti að leiða til þess að spítalinn verði að breyta að einhverju leyti hvernig þessir 600 starfsmenn sinna sínum störfum. Það hlítur að vera vafasamt að láta þá ráfa um spítalann sem er fullur af fólki sem er veikt fyrir.“

Segir Kári það sjálfsagt að gera meiri kröfur til heilbrigðisstarfsfólks um bólusetningar en aðra í samfélaginu.

„Vegna þess að það er að umgangast fólk sem er veikt fyrir. Við sáum hvað gerðist á Landakoti fyrr í þessari farsótt. Ég held að þetta sé grafalvarlegt mál.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -