Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

„Á að banna fólki að stunda íþróttir vegna líkamsbyggingar?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Trans fólk hefur lengi barist fyrir réttindum sínum ekki síst innan íþróttaheimsins. Aðstæður trans stelpunnar Ronju Sifjar Magnúsdóttur benda þó til að viðhorf samfélagsins séu að breytast, alla vega í Flóahreppi þar sem Ronja æfir bæði frjálsar íþróttir og glímu.

Fjölskyldan býr á sveitabæ í Flóahreppi og Ronja æfir frjálsar íþróttir og glímu með íþróttafélaginu Þjótanda. „Hún æfði fimleika í fyrra með ungmennafélagi Stokkseyrar og henni hefur verið tekið vel hjá báðum félögum. Hún hefur keppt á einu litlu fimleikamóti og keppti þá með stelpunum. Hún fer í klefa með stelpunum og það gerir hún einnig í leikfimi og sundi í skólanum. Hún fer inn á salernið í klefanum til að fara í sundfötin. Henni finnst það sjálfri best. Eins og er hafa ekki komið upp nein vandamál,“ segir Stefanía og er hæstánægð með móttökurnar sem Ronja hefur fengið í samfélaginu í kringum þau.

„Það er ósanngjarnt þegar trans fólki að neitað um þátttöku í keppnum og íþróttum. Og varðandi til dæmis sundstaði, þar sem sundmenning er mikil hér á landi, þá er málið litlu flóknara en að bæta við unisex-klefum. Gera þannig ráð fyrir öllum.“

Hún segist ekki vita hvernig staðan gagnvart öðru hérlendu trans íþróttafólki sé, telur það geta verið misjafnt eftir íþróttafélögum. „En upplifun okkar með allt sem tengist Ronju hefur verið góð. Auðvitað á að koma eins fram við alla. Ég ráðlegg forsvarsfólki allra íþróttafélaga að taka trans börnum eins og þau eru, gefa þeim tækifæri á þeirra forsendum og útbúa búningsaðstöðu sem þau upplifa sig örugg í. Þetta eru bara börn. Ég hef heyrt neikvæðar sögur, til dæmis af trans stelpu sem átti ekki að fá að spila með stelpunum því hún væri svo sterklega vaxin. Ég á erfitt með að trúa þessu, ég meina, erum við ekki öll misjafnlega vaxin? Ætti að banna strák að keppa í fótbolta því hann væri of hávaxinn eða of lágvaxinn? Þetta þarf ekki að vera svona flókið – bara að leyfa öllum að vera eins og þeir eru og æfa íþróttir með þeim sem þá langar til. Við erum of gjörn að setja allt í einhver fyrirframákveðin hólf. Ronja stundar íþróttir sér til gamans og er ekkert endilega með einhverja atvinnumennsku í huga núna en ef hún yrði tilneydd að hætta íþróttaiðkun vegna einhverra reglugerða myndi henni auðvitað ekki líða vel. Það er ósanngjarnt þegar trans fólki að neitað um þátttöku í keppnum og íþróttum. Og varðandi til dæmis sundstaði, þar sem sundmenning er mikil hér á landi, þá er málið litlu flóknara en að bæta við unisex-klefum. Gera þannig ráð fyrir öllum,“ segir Stefanía og á þar við kynhlutlausa einstaklingsbúningsklefa sem eru sums staðar í notkun en þeir hafa til dæmis veitt trans og kynsegin fólki ákveðið skjól bæði gegn árásum og háði. Þessir klefar hafa gert sumu trans fólki, sem annars forðast sund, kleift að geta farið þangað á ný.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -