Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Aðalstjórn félagsins:„HK hyggst ekki tjá sig opinberlega um þann harmleik sem fjölmiðlar fjalla um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„HK hyggst ekki tjá sig opinberlega um þann harmleik sem fjölmiðlar fjalla um þessa dagana varðandi andlát fyrrum þjálfara félagsins, Stefáns Arnars.

Aðalstjórn félagsins vottar aðstandendum dýpstu samúð vegna missis þeirra.

Fyrir hönd aðalstjórnar HK

Pétur Örn Magnússon,“ segir í yfirlýsingu frá HK sem barst Mannlífi um hádegið í dag. Bróðir Stefáns Arnars Gunnarssonar, Samúel Ívar Árnason, skrifaði áhrifamikinn pistil á Facebook-síðu sinni um helgina. Þar fjallar hann um dagana fram að hvarfi bróður síns en Stefán fannst nýlega látinn. Samúel var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem fór yfir atburðarásina en sagðist hann hafa birt færsluna til þess að koma í veg fyrir að slíkur harmleikur endurtaki sig, auk þess að uppræta sögur sem höfðu farið á flug stuttu eftir hvarfið.

„Okkur fannst tímabært að reyna að rétta þá umræðu í áttina sem við sjáum þetta. Við höfum reynt að velta öllum steinum, ekki bara ég heldur líka vinir hans. Þetta er svona samantekt á atburðarásinni eins og við sjáum hana. Mér finnst mikilvægt að setja hana fram, ég reyni að setja hana fram sem atburðarás sem leiðir til harmleiks. Ekki til þess að ráðast á fólk heldur til þess að mögulega læra af þessu. Koma í veg fyrir að eitthvað svona gerist aftur,“ sagði Samúel. Samskiptavandi hafði verið til staðar milli foreldra og Stefáns sem þjálfaði 3.flokk karla í handbolta. „Það hafa fleiri þjálfarar talað við mig, ekki bara eftir pistilinn heldur líka fyrir hann. Það hafa fleiri þjálfarar í öðrum íþróttagreinum og hjá öðrum félögum. Þessi pistill snýr ekki að því að HK sé svona eða hinsegin. En atburðarásin gerist þar. Þar eru einhverjir sem eru leikendur í þessu og þess vegna er nafn félagsins þarna inni,“ sagði hann en hefur hann rætt við aðila hjá HK eftir hvarfið og fóru hann og faðir hans á fund með framkvæmdastjóra félagsins, fulltrúa frá barna- og unglingaráði og fulltrúa frá aðalstjórn.

„Við sögðum að við værum ekki komnir þangað með fyrirfram ákveðinn sannleika í huga. Auðvitað trúðum við því innst inni að hann hafi ekki gert þetta. Eða gert eitthvað ósæmilegt. Við þurftum að fá einhverja lokun á þetta en þau komu algjörlega af fjöllum. Sögðust ekki hafa neitt þannig. Það versta sem HK gat sagt mér var að hann bar hitakrem á þá. Ef það er glæpur í starfi þjálfara þegar enginn sjúkraþjálfari fylgir ekki yngri flokkum þá veit ég ekki hvert við erum komin,“ sagði Samúel í morgun. Þá sagðist hann vilja að aðilinn sem sendi bréfin til ÍSÍ og Kópavogsskóla eiga að stíga fram.

„Mér finnst skömmin vera þar. Ef þú ætlar að kasta fram alvarlegum ásökunum og sverta mannorð einhvers finnst mér að þú ættir að gera það í eigin persónu. Mér finnst að þeir sem standa að baki svona aðför að mannorði megi skammast sín.“

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -