Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Áfall fyrir Þorstein Má: Samherji rekinn til baka með kæru á starfsmenn Seðlabankans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Vestfjörðum hefur vísað frá kæru stjórnenda Samherja á hendur starfsmönnum Seðlabankans sem grunaðir voru um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn til Helga Seljan, fréttamanns RÚV.  Ríkissaksóknari hefur staðfest þá ákvörðun. RÚV greindi frá.

Forsaga málsins er að Samherji kærði fimm starfsmenn bankans fyrir tveimur árum fyrir að hafa lekið til fjölmiðla upplýsingum um yfirvofandi húsleit hjá Samherja fyrir 9 árum í tengslum við rannsókn á meintum brotum félagsins á lögum um gjaldeyrismál. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur fordæmt framgöngu Seðlabankans gegn félaginu og taldi Seðlabankann vera í herferð gegn félaginu. Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más og einn erfingja Samherja, veittist opinberlega að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra vegna málsins.

Kæran var í fyrstu lögð fram hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu en vegna tengsla þáverandi lögreglustjóra við Samherja tók lögreglustjórinn á Vestfjörðum við málinu. Samherji var sýknaður í gjaldeyrismálinu vegna þess að reglugerð hafði ekki verið undirrituð og því ekki lagastoð fyrir rannsókn bankans.

Með þessu lýkur einu af fjölmörgum málum sem Samherji hefur verið að fást við en stjórnendur félagsins eru grunuðu um mútur og fleiri lögbrot í Namibíu, Færeyjum og víðar. Enn stendur yfir rannsókn á meintum lögbrotum Samherja í Namibíu þar sem félagið er grunað um mútur. Niðurstaða saksóknara er áfall fyrir Þorstein Má Baldvinsson.

Samherji hefur einnig kært uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson til lögreglu en hann fletti ofan af mútugreiðslum félagsins í Namibíu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -