• Orðrómur

Ágúst minnist Stefáns góðvinar síns: „Magnaður maður í alla staði og hvergi veikan blett að finna“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ágúst Jóhannsson, fyrrum landsliðsþjálfari í handbolta, minnist vinar síns, Stefáns Karlssonar sem lést fyrr á árinu. Stefán hefði orðið 42 ára í dag.

Blessuð sé minning Stefáns.

Ágúst segir á Facebook síðu sinni að Stefán væri frábært vinur. „Magnaður maður í alla staði og hvergi veikan blett að finna.“ Þá bætir hann við að tilhugsunin um að hitta Stefán aldrei aftur sé hrikaleg. „Stórkostleg minning lifir og það um okkar besta mann!“segir Ágúst að lokum. Af viðbrögðunum að dæma var Stefán gríðarlega vinsæll en alls hafa þegar þetta er ritað, 309 manns lýst yfir ánægju sinni við fallegu orðin.

Sjá einnig: Stefán Karlsson er látinn: Minning um leiðtoga og yndislega manneskju lifir

Stefán var framkvæmdastjóri Vals í tvö ár og stjórnarmaður í handknattleiksdeild félagsins. Valur minntist Stefáns á heimasíðu hans eftir andlát hans, á heimasíðu sinni. Er Stefáni þar lýst sem afar vönduðum manni, góðhjörtuðum og ráðagóðum. Stefán var einnig mikill leiðtogi og tók hann á móti öllum glaðbeittur á svip og bros hans leið fólki seint úr minni.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -