Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Ákærð eftir að hvolpur réðst á á eftirlitslaust ungbarn hennar:„Kraftaverk að barnið sé enn á lífi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Chloe Wisniewski, 21 árs móðir í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir vanrækslu á barni. Chloe skyldi barnunga dóttur sína eftir í vöggu með þriggja mánaða Pit Bull hvolpi sem hún hafði keypt sólahring áður. Að hennar eigin sögn var barnið eftirlitslaust á meðan hún fór í sturtu. Þegar hávær grátur barst frá herbergi barnsins kom Chloe að hvolpinum í vöggu barnsins þar sem hann var að naga á því hendurnar.

Ungbarnið var flutt með sjúkraflugi í aðgerð þar sem fjarlægja þurfti þrjá fingur af annari hendi þess og tvo af hinni. Barnavernd hóf rannsókn á ungu móðurinni þar sem greind voru kannabisefni í þvagi.

Chloe var færð í hald lögreglu en var látin laus gegn 7500 dollara tryggingu. Atvikið hræðilega átti sér stað í febrúar en síðan þá hefur Chloe fengið umgengisrétt undir eftirliti. Hundurinn fékk annað heimili.

„Þú skilur ekki lítið barn eftir án eftirlits með dýri. Þú bara gerir það ekki. Það er kraftaverk að barnið sé enn á lífi,“ sagði nágranni Clohe í samtali við fréttastofu NBC.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -