Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Alvarlegasta breytingin sem orðið hefur á kóróna-vírusnum: „Ég veit að ég er leiðinlegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umfangsmikil rannsókn hefur leit í ljós að nýtt afbrigði COVID-19 er umtalsvert meira smitandi en hin fyrri. Eru þetta öfgafyllstu og alvarlegustu stökkbreytingarnar sem hafa átt sér stað frá því að vírusinn lét fyrst á sér kræla í Kína.

Ítarlega var fjallað um hið nýja „breska afbrigði“ í frétt á vef BBC í gærkvöldi í kjölfar nýrrar rannsóknar. Þar segir að hin stökkbreytta útgáfa muni eflaust kalla eftir hertari aðgerðum að hálfu stjórnvalda, þar sem hinn stökkbreytti veira hefur dreift sér af meiri krafti en hinar fyrri.

Hvað þýðir R?

Smitstuðull stökkbreyttu útgáfunnar er umtalsvert hærri en áður hefur sést. Til að lesandur átti sig á alvarleika málsins, þá er smitstuðull ákveðin tala, táknuð með bókstafnum R. Talan segir til um það hversu hratt og auðveldlega veira dreifir sér, með því að tilgreina hversu margar manneskjur smitaður einstaklingur muni líklega smita af veirunni.
Ef R talan er undir 1.0 þá er veiran á undanhaldi og fjölda tilfella mun fækka. Ef R talan er yfir tölunni 1.0. þá gefur það til kynna að veiran sé í virkri dreifingu. Tökum dæmi:

Ef R talan er 1.3 þá mun hver smitaður einstaklingur, smita 1.3. aðra einstaklinga eða segjum að 10 séu smitaðir, þá mun sá hópur smita að meðaltali 13 aðra. Ef talan R væri 5.0 þá myndi hver smitaður, smita aðra 5.

Hið nýja afbrigði, hækkar R töluna í Breska afbrigðinu um 0.4 til 0.7. Smitstuðullinn mun því hækka frá núverandi gildum sem eru 1.0 til1.3 og verða 1.4- 2.0.

Hertar aðgerðir

Fyrstu niðurstöður rannsókna á Breska afbrigðinu bentu til þess að vírusinn dreifði sér hraðast á meðal fólks undir tvítugu. Ný gögn gefa aftur á móti til kynna að afbrigðið greinist á meðal allra aldurshópa. Í ljósi þessara alvarlegu tíðinda sjá Bretar fram á hertari aðgerðir.

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason vekur athygli á hinni nýju rannsókn og frétt BBC. Egill bendir á að enn sem komið er hafi ekki orðið vart við að smittíðni hafi aukist hér á landi. Egill hefur þó áhyggjur af Íslendingum sem séu á leið heim á næstu dögum úr jólafríi. Egill segir:

„16 farþegar reyndust smitaðir á Þorláksmesssu. Talsvert mikið flug er áætlað til Íslands næstu dagana, vélar koma meðal annars frá Bretlandi, Danmörku og Póllandi. Fólk búsett á Íslandi kemur heim úr jólafríi – það snýr aftur í vinnu og börnin fara í skóla. Því er þetta varasamur tími og má alls ekki slaka á eftirlitinu. Faraldurinn á eftir að ná enn meiri hæðum í Evrópu og Bandaríkjunum.“

Napur veruleiki

Egill telur að takist sóttvarnaryfirvöldum að halda áfram aftur af útbreiðslu veirunnar sé möguleiki fyrir Íslendinga að lifa ágætan vetur. Egill segir:

- Auglýsing -

„Það er of snemmt að stóla á bóluefni, framleiðsla þess og dreifing gengur hægt beggja vegna Atlantsála, a.m.k. miðað við hin bjartsýnustu fyrirheit. Maður sér ekki fyrir sér mikil ferðalög milli landa á þessu ári – það er napur veruleikinn.“ segir Egill og bætir við að lokum:

„Ég veit að ég er leiðinlegur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -