Föstudagur 7. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Arnþrúður líkir þessu við „Dirty weekend“ – Inspired by Iceland sagt hvetja túrista til afbrota

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Arnþrúður nokkur Heimisdóttir segist ekki skemmt yfir auglýsingu á vegum markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland. Hún deilir áhyggjum sínum innan Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Arnþrúður geldur varhug við færslu þar sem sagt er frá því að á Íslandi megi finna kofa og hús á hálendinu sem nú séu yfirgefin.

„Er þetta ábyrgðarfull auglýsing hjá Inspired by Iceland? 1.7 k like. Ég er hrædd um að þetta sé hvatning til ferðamanna til að ferðast um landið og gerast húsbrotsfólk og gista án þess að biðja um leyfi í fjallaskálum (og sumarhúsum). Eru ekki allir fjallaskálar í eigu einhvers? Eru einhverjir fjallaskálar í svona góðu standi sem eru „Abandoned“, væru þeir ekki orðnir ónýtir í stórviðrum innan fárra ára? Er þetta í lagi?,“ spyr Arnþrúður.

Hún líkir þessu við fyrir misheppnaðar auglýsingar. „Eitt sinn var auglýst „Dirty weekend in Iceland“ þar sem breskir ferðamenn voru í raun hvattir að fara til Íslands til að gerast ágengir við íslenskar stúlkur á djamminu. Ein markaðssetningin hvatti erlenda ferðamenn til að vaða í hrossastóð án þess að spyrja um leyfi (með ófyrirsjáanlegum afleiðingum). Nýlegt plott gekk út á að skemma upplifun ferðamanna á íslenskum náttúruperlum með hátalaraöskri. Fleira mætti nefna til um markaðssetningu sem hvetur til slæmrar hegðunar gagnvart Íslendingum. Hvaða hugsunarleysi er þetta eiginlega hjá íslenskum markaðsyfirvöldum?“

Viðbrögð hópsins eru nokkuð fjölbreytt og sitt sýnist hverjum. „Sé bara ekkert við þessa auglýsingu sem hvetur fólk til að gista í þessum skálum,“ skrifar ein kona meðan maður nokkur skrifar: „Sammála Arnþrúður Heimisdóttir það er bara að ýta undir það að fólk gistir hvar sem er. Segir svo að það var yfirgefið. Ekki sniðug auglýsing. Og er það virkilega yfirgefin hús á hálendinu?“

In Iceland, we have many huts and cabins that can be seen along the roads while exploring the country. Some of them are…

Posted by Inspired by Iceland on Sunday, December 27, 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -