Aukning á tilkynningum til lögreglu um netsvindl

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nokkur aukning hefur orðið á tilkynningum til lögreglu um netsvindl þar sem fólk er platað til að senda peninga til „fjárfestingafyrirtækja“ á Netinu. „Þetta eru svikamyllur sem auglýsa mikið á samfélagsmiðlum eins og á Facebook,“ segir í grein á vef lögreglunnar.

 

Í greininni kemur fram að þegar fólk smellir á auglýsingarnar á samfélagsmiðlum er það hvatt til að gefa upp ýmsar upplýsingar og í kjölfarið fær það símtal frá „tunguliprum en ágengum sölumönnum“ sem hvetja fólk til að fjárfesta í „fyrirtækinu“.

„Fólk er beðið að skanna inn og senda myndir af persónuskilríkjum og greiðslukortum. Sumir hafa lent í því að óheimilar úttektir eru gerðar á kortin þeirra enda eru svindlararnir komnir með allar upplýsingar sem að þeir þurfa,“ segir í grein lögreglu.

Þegar meint fyrirtæki eru skoðuð kemur í ljós að erfitt er að sjá hvar þau er skráð og hver er í forsvari. „Ef einhverjar upplýsingar liggja fyrir þá kemur í ljós að fyrirtækið er skráð á eyjum í Karabíuhafi, Indlandshafi eða í Eyjaálfu.“

Á vef lögreglu kemur fram að nokkrir einstaklingar hafa farið illa út úr svindli sem þessu.

Þá er fólk minnt á að fara varlega með allar kortaupplýsingar og skilríki. Eins hvetur lögregla fólk sem rekst á svindlauglýsingar á Facebook til að tilkynna þær til Facebook með því að hægrismella efst á auglýsinguna og velja „Report Ad“.

Fólk sem telur sig hafa orðið fyrir svindli sem þessu getur sent lögreglu tölvupóst [email protected] eða [email protected]

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira