Laugardagur 21. maí, 2022
13.8 C
Reykjavik

Axel Nikulásson er látinn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Axel Nikulássson, einn besti körfuboltamaður Íslands, fyrr og síðar og starfsmaður utanríkisráðuneytisins er látinn, aðeins 59 ára að aldri. Lést hann eftir hetjulega baráttu við veikindi.

Axel hér í baráttu við Haukamennina Ívar Ásgrímsson og Ólaf heitinn Rafnsson

Axel var sigursæll leikmaður og mikill leiðtogi, innan vallar sem utan. Hann var einn af þeim sem áttu hvað mestan þátt í að gera Keflavík að besta körfuboltaliði Íslands; var algjör lykilleikmaður í ungu liði Keflavíkur sem varð meistari í fyrsta sinn fyrir 33 árum síðan, enda starfaði Axel lengi vel sem kennari og var vinsæll og virtur sem slíkur.

Axal með liðsfélögum sínum úr Keflavík. Allir meiddir þarna

Hann gekk í raðir KR og lauk ferlinum með þeim svarthvítu; og auðvitað unnust titlar – KR með Axel innanborðs varð Íslandsmeistari, deildarmeistari og bikarmeistari.

Karfan.is greindi frá þessari sorgarfrétt.

„Axel spilaði með Keflavík lungan af ferli sínum og varð meistari með þeim Keflvíkingum þegar þeir tóku sinn fyrsta titil árið 1989. Þar áður hafði hann dvalið vestra í Bandaríkjunum við nám í háskóla.

Lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur árið 1989

Árið eftir titilinn með Keflavík fór Axel svo til KR og titilinn stóri fylgdi honum þangað árið 1990. Axel tók svo að sér þjálfun seinna meir hjá KR í úrvalsdeildinni og svo tók hann við því fræga 1976 árgangs landsliði sem gerði góða hluti undir hans stjórn. Axel spilaði 63 landsleiki á sínum ferli fyrir íslands hönd. Eftir að ferlinum lauk starfaði Axel aðallega fyrir utanríkisráðuneytið og var iðulega búsettur erlendis,“ segir á Karfan.is og svo er vitnað í Jón Einarsson, stuðningsmann Njarðvíkur sem ritaði eftirfarandi orð á Facebook síðu sína;

- Auglýsing -

 

Lykilmaður í frábæru KR-liði árin 1990 og 1991. Unnu allt sem hægt var að vinna með Axel í fararbroddi

“Hann hlýtur að hafa verið draumur hvers samherja að leika með. Sem áhorfanda uppi í stúku er minningin um leikmann sem lét sér ekki muna að svara fyrir sig með hnitmiðuðum frösum þegar svo bar undir. Það var ekki algengt að leikmenn væru að svara áhorfendum þegar þeir lésu leikmönnum pistilinn líkt og Axel átti til. Niðri á gólfi var Axel glerharður, oftar en ekki að kljást við kanana.”

Eitt besta lið sögunnar, KR 1990. Valinn maður í hverju rúmi

Mannlíf vottar fjölskyldu og vinum Axels samúð sína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -