Mánudagur 29. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Biggi lögga gagnrýnir þjálfun lögreglumanna: „Helsta þjálfunin kemur úr Hollywood bíómyndum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það verða alltaf aðilar sem verða alltaf reiðir út í lögregluna, þetta er bara þannig starf. Það er enginn reiður út í slökkviliðsmenn, þeir eru the good guys“, segir Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga. Hann er nýjasti viðmælandinn í hlaðvarpi Það er Von.

Biggi hefur mikinn áhuga á fíkn og fólki sem glímir við fíknisjúkdóminn segir hluta af starfi lögreglu vera að eiga við fólk undir áhrifum hugbreytandi efna. Biggi segir að lögreglan megi ekki vera viðkvæm fyrir gagnrýni.

Löggan verður ruslakista

„Það má deila um hversu stór partur þetta á að vera af okkar starfi, þá komum við að ákveðnu úrræðaleysi sem við erum að kljást við. Þetta er spurning, fíkn, er það lögreglunnar? Er það félags- eða heilbrigðiskerfis?“. Biggi gagnrýnir kerfið fyrir að vinna ekki saman og að lögreglan verði hálfgerð ruslakista og það sé litið á það sem lausn að setja veika einstaklinga í fangaklefa.

Aðspurður hvort lögreglumenn fái sérstaka þjálfun í því að umgangast fólk sem glímir við fíknivanda og auka skilning segir hann: „Helsta þjálfunin kemur í raun og veru úr Hollywood bíómyndum!“

Það er munur á neyslu og fíkn. Biggi hefur ekki bein tengsl við fíknsjúkdóminn en þekkir þó marga sem hafa farið út af sporinu og var í stjórn Samhjálpar. „Ég er mjög nálægt samfélaginu í allri sinni mynd, hjá einhverjum lögreglumanni kemur áhuginn þannig að hann fær gífurlegan áhuga á að vinna í fíknó en mitt svið var út frá félagslega þættinum, þar springur minn hugur út“.

- Auglýsing -

Meira fé í bílaleigubíla en forvarnir

Biggi hefur unnið í tilraunaverkefni með Hafnarfjarðarbæ og hefur þá sýn að hægt sé að bjarga þeim sem eru verst staddir í áhættuhegðun á unglingsaldri. „Forvarnir þurfa að vera einstalingsmiðaðri og kerfið þarf að vinna sem tannhjól en ekki stál í stál“.

Biggi segir að breyta þurfi hvernig kerfið vinni saman; skólar, barnavernd, lögreglan og félagslega kerfið. „Tilraunaverkefnið var lagt af vegna peningaleysis en auðvitað snýst þetta um hvernig við ráðstöfum því fjármagni sem við höfum. Fíknó notar líklegast hærri fjárhæðir í bílaleigubíla en þetta verkefni kostaði“.

- Auglýsing -

Neysla unginga hefur breyst

Neysla unglinga á Íslandi hefur breyst undanfarin ár, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt að sögn Bigga. „Áfengisneysla var talin normal um fermingaraldur fyrir mörgum árum en það telst ekki eðlilegt í dag, áfengi er stórhættulegt fíkniefni. Vape kom allt í einu og við misstum eiginlega af því, nú er mikið aðgengi að efnum, mikið aðgengi að kannabis og sterku kannabis sem er ræktað hér. Ég hef samt miklar áhyggjur af Spice neyslu, það er ógeð, það er ástæða fyrir því að þetta er ódýrt“.

Viðmælendur Bigga ræddu um viðbrögð foreldra og annarra sem ungmenni og aðrir leita til sem byrjaðir eru í neyslu hugbreytandi efna auk fordóma og skammar sem því fylgir. Ekki sé hægt að afglæpavæða neysluskammta. „Það þarf að skoða þetta heildrænt, við munum aldrei útrýma fíkniefnum. Við finnum ekkert samfélag í sögu mannsins sem ekki hefur hugbreytandi efni. Umræðan þarf að vera málefnaleg og það þarf að byrja samtalið.

Biggi veit hvað hann syngur, hefur skýra og sýn og er stórhuga hvað varðar forvarnir og vinnu fyrir þá sem sýna áhættuhegðun og þróað hafa fíknisjúkdóm.

Það má finna þetta fræðandi og áhugaverða viðtal við Bigga hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -