Mánudagur 29. apríl, 2024
10.3 C
Reykjavik

Birna hætti sem bankastjóri í nótt: „Umræðan óvægin og ýmsum hefur verið tíðrætt um afsögn mína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem bankastjóri Íslandsbanka með hagsmuni bankans að leiðarljósi svo ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands,“ segir í yfirlýsingu Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem sendi í nótt yfirlýsingu um starfslok sín í kjölfar alvarlegra lögbrota starfsmanna bankans við sölu hlutabréfa. Fjármálastjóri bankans, Jón Guðni Ómarsson tekur við stöðu bankastjóra. Afsögnin kemur ekki á óvart. Eins og Mannlíf greindi frá í gær þótti Birnu ekki vera sætt fremur en öðrum þeim sem hafa staðið í stafni bankans þegar umrædd brot voru framin. Hlutabréf í bankanum hafa fallið í verði undanfarna daga eftir að tilkynnt var um hæst sekt Íslandssögunnar upp á 1,2 milljarða króna vegna afglapa starfsmanna bankans.

„Með því axla ég ábyrgð á mínum þætti málsins. Umræðan hefur verið óvægin og ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um afsögn mína. Ég óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum,“ segir Birna og sendir stjórnmálamönnum sem höfðu fordæmt lögbrotin pillu.

Hún segir að það sé með miklum trega sem hún yfirgefur Íslandsbanka eftir 30 ára starf. Hún segist hafa átt farsælan feril að undanskyldu útbiðsmálinu.

Farsæll ferill

„Starfsævi mín hefur nánast öll verið helguð bankanum og okkur hefur tekist að byggja upp eitt öflugasta fyrirtæki landsins með einstökum starfsmannahópi. Ég hef eignast marga góða vini bæði í hópi starfsfólks og viðskiptavina. Sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands snýr eingöngu að þessu eina verkefni, að öðru leyti hefur ferill minn hjá bankanum verið farsæll. Undir minni stjórn, sem bankastjóri, hefur eigið fé bankans aukist um næstum 150 milljarða auk þess sem ríflega 110 milljarðar hafa verið greiddir í arð til hluthafa,“ segir Birna í yfirlýsingu sinni.

Jón Guðni tekur við

Finnur Árnason, formaður stjórnar bankans, sendi út yfirlýsingu í nótt um að Birna Einarsdóttir hefði óskað eftir því að láta af störfum sem bankastjóri og
stjórn bankans og Birna hafi gert samkomulag um starfslok hennar.
„Þá hefur stjórn bankans ráðið Jón Guðna Ómarsson í starf bankastjóra. Jón Guðni hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans frá árinu 2000 og gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármála bankans frá 2011. Jón Guðni mun áfram gegna stöðu framkvæmdastjóra fjármála Íslandsbanka uns ráðið hefur verið í þá stöðu,“ segir í yfirlýsingu bankastjórnarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -