Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Birtir fótósjoppaðar myndir af sér á samfélagsmiðlum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Donald Trump hefur undanfarið birt nokkrar ljósmyndir af sér á samfélagsmiðlum sem vakið hafa athygli vegna þess að þeim virðist hafa verið breytt með myndvinnsluforritum.

Undanfarna mánuði hafa ýmis myndræn skilaboð frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verið áberandi á Facebook og Twitter-síðum hans en það sem hefur vakið athygli margra er að myndirnar af Trump virðast vera fótósjoppaðar. Blaðamaður Gizmodo vekur til að mynda athygli á þessu í ítarlegri grein.

Ef myndirnar sem um ræðir eru grandskoðaðar má sjá að þeim hefur verið breytt lítillega í myndvinnsluforritum til að láta forsetann líta út fyrir að vera grennri og frísklegri en hann er. Þá hefur húðlit hans einnig verið breytt í sumum tilfellum en mikið grín hefur verið gert að forsetanum í gegnum tíðina vegna notkunnar hans á brúnkukremi. Í grein blaðamanns Gizmodo má þá sjá upprunalegu myndirnar við hlið þeirra fótósjoppuðu til samanburðar.

„Myndin lítur út fyrir að vera nokkuð eðlileg við fyrstu sín. En um leið og þú berð hana saman við þá upprunalegu, sem er hægt að nálgast á Flickr-síðu Hvíta hússins, þá getur þú séð hverju hefur verið breytt,“ skrifar blaðamaður Gizmodo við um eina myndina. „Og undarlegasta breytingin er sú að fingur Trumps hefur verið lengdur örlítið. Í alvöru,“ bætir hann við.

Samanburð á nokkrum ljósmyndum af Trump má sjá á vef Gizmodo.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -