Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Björk um framtíð konungsfjölskyldunnar: „Lík­lega höfum við kvatt síðustu drottningu Bret­lands“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rit­stjóri helgar­blaðs Frétta­blaðsins, Björk Eiðs­dóttir, skrifar um jarðar­för Elísa­betar II. Breta­drottningar – sem fór fram í gær:

„Elísa­bet II. Breta­drottning var form­lega kvödd í gær, á fremur dumbungs­legum mánu­degi í Lundúna­borg. Um heim allan fylgdist fólk með langri og til­komu­mikilli dag­skrá út­fararinnar í beinni út­sendingu þar sem drottningin sem ríkt hafði í 70 ár var kvödd með virktum.

Eftir sjö ára­tugi í há­sætinu var það dauðinn sem tók af henni völdin sem sonur hennar Karl III. hefur nú tekið við.“

Björk bætir við:

Björk Eiðsdóttir.

„Elísa­bet, sem var að­eins 26 ára þegar hún tók við krúnunni eftir frá­fall föður síns, hefur lifað meira en tímana tvenna og náði að vera sam­einingar­tákn á róstu­sömum tímum þegar þessi unga móðir varð tákn vonar. Drottningin sem eltist og þróaðist undir vökulum augum al­mennings var jafn­framt sú fyrsta sem upp­lifði slíkt og færði konungs­fjöl­skylduna þannig nær al­menningi.

Elísa­bet, sem tók við Bret­landi sem heims­veldi og starfaði í valda­tíð sinni með 15 for­sætis­ráð­herrum, kvaddi allt annað land en hún fæddist inn í.“

- Auglýsing -

Hún segir einnig að „það voru ekki völdin sem stjórnuðu Elísa­betu, heldur skyldurnar og komu hennar eigin langanir, þarfir og jafn­vel fjöl­skylda þar á eftir; eigin­leikar sem þjóð hennar bæði elskaði hana fyrir og gagn­rýndi.“

Björk segir að um mjög langt árabil, jafnvel áratugi, hafi gagn­rýni á konungs­fjöl­skylduna orðið há­værri með hverju árinu; og ýmsir telja að fram­tíð breska konung­sveldisins muni ráðist á næstu árum – kannski áratugum:

„Víst er að frá­fall Elísa­betar er vatn á þá myllu enda stendur sonur hennar Karl henni langt að baki í vin­sældum og virðingu. Elísa­bet tók við á um­brota­tímum og aftur upp­lifir þjóð hennar um­brota­tíma. Það er kreppa í Bret­landi, nýr for­sætis­ráð­herra er ný­tekinn við, þjóðin er enn klofin vegna Brexit, verð­bólgan fer vaxandi og orku­kreppa er yfir­vofandi. Á meðan flykkist þjóð hennar út á götur til að kveðja drottningu sína, í stærstu at­höfn sem haldin hefur verið í ára­raðir, eða jafn­vel nokkurn tíma. Kostnaður við út­förina hefur ekki verið gefinn upp en vitað er að hann muni hlaupa á milljónum punda.“

- Auglýsing -

Og bætir þessu við:

„Konungsins sem nú er tekinn við bíður ærið verk­efni við að sam­eina þjóð sína, lægja öldurnar, halda breska sam­veldinu á lífi og marka skýra stefnu um fram­haldið. Jafn­framt þarf hann að telja þjóð sinni á­fram trú um að það sé prýðis­hug­mynd að setja gríðar­lega fjár­muni í tildur og prjál í kringum fólk sem er sí­felld upp­spretta skandala og virðist svo sjálft þjást í þeim gríðar­lega upp­skrúfuðu, heftu og forn­eskju­legu að­stæðum sem það lifir við.

Karl III. er á átt­ræðis­aldri en næstu erfingjar krúnunnar eru Vil­hjálmur sonur hans og því næst Georg – ef sýningin heldur á­fram.

Lík­lega höfum við kvatt síðustu drottningu Bret­lands.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -