Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Björn Ingi segir albönsku mafíuna mætta – „Borgin okkar með óvopnaðri lögreglu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður segir það staðreynd að albanska mafían sé búin að hreiðra um sig í Reykjavík. Þar vísar hann í skotárás í Rauðagerði í nótt en talið er að málið sé uppgjör í undirheimum. Báðir eru albanskir. Lögreglan hefur lítið viljað segja um málið.

Björn Ingi segir á Facebook að það sorglegt slík öfl hafi komið sér fyrir í Reykjavík. Hann nefnir sérstaklega að lögreglan sé óvopnuð almennt í Reykjavík. Albanska mafían er gífurlega útbreidd og með fótfestu í flestum löndum Evrópu. Hún minnir mest á ítölsku mafíuna í starfsháttum og helst tengd fíkniefnaviðskipum og vændi.

„Lögreglan hér á landi hefur lengi talið aðeins tímaspursmál hvenær albanska mafían léti til sín taka í íslenskum undirheimum. Víða í Evrópu, ekki síst á Norðurlöndum, hefur harkan í glæpaheiminum aukist um allan helming með tilkomu hennar. Það er sorglegt ef litla saklausa borgin okkar með óvopnaðri lögreglu er orðin vettvangur slíkra afla,“ skrifar Björn Ingi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -