Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Blaðamaðurinn Grant Wahl fannst látin í Katar – Bróðir hans segir hann hafa verið myrtan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grant Whal, banda­rískur íþrótta­blaðamaður­, hneig niður og lést í Kat­ar í gær­kvöldi, er hann var að fylgj­ast með leik Arg­entínumanna og Hol­lendinga á heims­meist­ara­mót­inu í fót­bolta.

Það er BBC sem grein­ir frá.

Samkvæmt fyrstu fregnum gæti Whal hafa fengið hjarta­áfall, en það hef­ur ekki verið staðfest.

Wahl var aðeins 48 ára gamall.

Á mánudaginn greindi Whal frá því á heimasíðu sinni að hann hefði verið lasinn í 10 daga og væri kom­inn á sterk sýkla­lyf vegna lungna­bólgu.

Hann sagði lík­ama sinn hafa sagt hingað og ekki lengra, eft­ir að hann hafði verið kvefaður um lang­t skeið; leitað til lækn­is og var greind­ur með lungna­bólgu.

- Auglýsing -

Whal vakti mikla at­hygli fyrr á heimsmeistaramót­inu þegar hann reyndi að kom­ast inn á knatt­spyrnu­leik­vang í Kat­ar í bol með regn­boga­fána til stuðnings hinseg­in fólki.

Bróðir Grant, Erik Wahl, trúir ekki að veikindi hafi dregið bróðir sinn til dauða. Erik er samkynhneigður og hann segist vera ástæðan fyrir því að Grant mætti í regnbogabolnum; hann er viss um að bróðir sinn hafi verið myrtur.

Hann sagði í tilfinningaþrungnu myndbandi á samfélagsmiðlum að Grant hafi fengið morðhótanir eftir atvikið á HM.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -