Sunnudagur 22. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

Bragi Valdimars: „Stór­mál í út­gáfu­sögunni – bransinn þarf að melta þetta“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þetta eru náttúr­lega gríðar­legir hags­munir sem eru þarna undir. Það er svaka­legur kata­lógur af ís­lenskum lögum bara frá upp­hafi,“ segir Bragi Valdimar Skúla­son, tón­listar­maður og for­maður STEF.

Kaup Uni­ver­sal Music, stærsta tón­listar­fyrir­tækis heims, á ís­lenska út­gáfu­fyrir­tækinu Alda Music er stór­mál í út­gáfu­sögunni, segir Bragi og segir jafnfremur að sé ljóst að kaupin muni hafa mikil á­hrif á ís­lenska tón­listar­bransann.

Að sögn Braga Valdimars eru ekki öll kurl komin til grafar enn hvað varðar á­hrifin sem salan á Öldu Music mun hafa á tón­listar­bransann í hinu stóra sam­hengi. Þó er ljóst að um stór­frétt sé að ræða.

„Þetta er stór­mál bara í út­gáfu­sögunni, myndi ég segja. Af því þetta er svo mikið magn sem hefur safnast upp á einn stað og auð­vitað er alltaf hægt að gera at­huga­semd við það, er það rétt­lætan­legt?“

Bragi bætir því við að bæði bransinn og hann sjálfur eigi eftir að melta málið.

„Ég held að bransinn þurfi alveg að­eins að melta þetta, af því þetta er alveg tví­bent. Annars vegar setur maður spurningar­merki við að það sé verið að taka kata­lóginn og að er­lendur aðili sé að kaupa hann en í því geta líka falist tæki­færi, það má heldur ekki gleyma því. Þetta er bara hrein­lega trendið allt í kringum okkur að svona safnist saman, hvað sem mönnum finnst um það,“ segir Bragi Valdimar í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.

Með kaupum flyst masterréttindi

- Auglýsing -

Skil­málar kaup­samningsins liggja ekki ná­kvæm­lega fyrir en ljóst er að með kaupunum flyst upp­töku-og út­gáfu­réttur, svo­kölluð master­réttindi, á stórum hluta ís­lenskrar tón­listar­sögu yfir til er­lendra aðila. Bragi Valdimar í­trekar þó að hér sé ekki verið að selja höfundar­rétt tón­listarinnar.

„Þetta er náttúr­lega allt bundið í ein­hverjum samningum og það er aðal­lega þá master­réttindin sem er verið að sýsla með, verð­mætin liggja í þeim. Það er ekki verið að selja höfundar­réttinn eða eitt­hvað slíkt. Þannig að fyrir STEF, sem eru bara að sýsla með höfundar­réttinn, þá í raun og veru getur þetta þess vegna verið já­kvætt. Að það sé verið að opna leiðir fyrir tón­listar­fólk til að koma sínum verkum á fram­færi og allt það.“

Kemur í ljós hvað þetta hefur mikil áhrif á íslenska tónlist

Bragi segir það eiga eftir að koma í ljós hvaða á­hrif sala upp­töku­réttar á svo miklu magni ís­lenskrar tón­listar muni hafa á tón­listar­bransann. Alda Music hefur á undan­förnum árum tryggt sér upp­töku- og út­gáfu­rétt á stærstum hluta ís­lenskrar tón­listar en fyrir­tækið keypti til að mynda öll út­gáfu­réttindi Senu árið 2016. Að sögn Braga er um að skýra þróun í þessa átt að ræða í al­þjóð­legu sam­hengi.

- Auglýsing -

„Eignar­hald og eignar­hald, þetta liggur í ein­hverjum samningum. Það er náttúr­lega búið að safna þessu saman úr mörgum áttum, inn í Öldu eru hin og þessi út­gáfu­fyrir­tæki í gegnum tíðina sem ein­hvern veginn enda í þessu. Þetta er náttúr­lega búið að vera svo­lítið trendið að þessi sjálf­stæðu for­lög hafa til­hneigingu til að safnast á endanum saman,“ segir Bragi en bætir við að enn standi þó hellingur af ís­lenskri tón­list fyrir utan þessa sam­steypu sem tón­listar­mennirnir eigi þá út­gáfu­réttinn að sjálfir.

Þú semur lag og þú átt lagið

Spurður um hvernig hann myndi út­skýra muninn á upp­töku­rétti og höfundar­rétti segir Bragi Valdimar:

„Þú semur lag og þú átt lagið, skráir það í STEF eða sam­bæri­lega inn­heimtu og þá átt þú bara þinn höfundar­rétt og færð greitt fyrir texta og lag, hvernig sem því er skipt. Lagið er svo tekið upp, það er sett á hljóð­rit, og þá er það í raun og veru hljóð­ritið, masterinn og grunn­ein­takið, sem liggur til grund­vallar allri dreifingu. Það er svo önnur summa sem er greidd bara fyrir notkunina af því eins og streymis­veitu og svo­leiðis og þar skiptist það í flytj­endur og út­gef­endur. Svo eru það höfundarnir og STEF rukkar fyrir höfunda­gjöldin.“

Að sögn Braga er skiptingin á þessum tveimur hliðum tón­listar­bransans, höfundar­réttinum og út­gáfu­réttinum, ei­líft bit­bein á milli lista­manna og út­gef­enda.
Heimild:

Þorvaldur S. Helgason. 2022, 24. janúar. Sal­an á Öldu Mus­ic stór­mál í út­gáf­u­sög­unn­i: „Þett­a er alveg tví­bent.“ Fréttablaðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -