Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Enn eitt atvikið í Spönginni – Ungmenni nefbrutu strætóbílstjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bílstjóri Strætó nefbrotnaði er hópur ungmenna réðust á hann í Spönginni seint í gær. Leitaði hann aðstoðar á neyðarmóttöku Landspítala eftir árásina.

Er þetta enn eitt atvikið þar sem ungmenni gera árás í Spönginni. Undanfarið hefur Mannlíf birt fréttir af ungmennum sem ráðist hafa á öryggisvörð, afgreiðslufólk og níðst á hundi. Þetta er svo nýjasta árásin.

Samkvæmt frétt Vísis var nefið ekki það eina sem ungmennin brutu í árásinni því framrúða vagnsins brotnaði einnig.

Upplýsingar um tildrög árásarinnar eru á reiki samkvæmt Guðmundir Hreiðari Helgasyni, upplýsingafulltrúa Strætó en rætt verður við vagnstjórann fyrir hádegi í dag.

Að sögn Guðmundar hefur lögreglan ekki sett sig í samband við Strætó enn en myndavélar eru í öllum nýjum vögnum. Var umrædd bifreið í verktöku fyrir Strætó og er það undir verktakanum komið að sækja bætu vegna árásarinnar.

Guðmundur segir það undir bílstjóranum komið hvort hann kæri eður ei en hann ku vera nýbyrjaður að heyra fyrir Strætó.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -