Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ekki næst í Vítalíu á Ítalíu – Hlín fékk 12 mánaða dóm fyrir tilraun til fjárkúgunar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er búið að kæra fyrir tilraun til fjárkúgunar, það er þegar þú reynir eitthvað af ásetningi og það tekst ekki,“ sagði Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Þórðar Más Jóhannessonar, í samtali við Mannlíf í morgun.

Kæran, á hendur Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant, var lögð fram á föstudaginn síðasta en spurður um framvindu málsins sagði Arnar Þór það vera í höndum lögreglu. Þá staðfesti hann jafnframt að enginn þremenninganna hafi verið kærður. „Enginn þeirra hefur verið kærður, annað get ég ekki sagt, því að rannsókn málsins fer fram.“

Hvorki hefur náðist í Vítalíu né Arnar í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Enn er óljóst hver refsirammi meintra brota Vítalíu og Arnars er. Síðasta fjárkúgunarmál, sem fjallað var mikið um í fjölmiðlum, átti sér stað árið 2015. Voru það systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand sem voru dæmdar í 12 mánaða fangelsi fyrir tilraun til fjárkúgunar, þar af voru 9 mánuðir skilorðsbundnir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -