Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Elísabet læknir sögð lögð í einelti: „Normið í dag að setja fólk í opinberan gapastokk“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Elísabet Guðmundsdóttir, lýtalæknir og aktivisti gegn sóttvarnaraðgerðum hérlendis, er sögð lögð í einelti á samfélagsmiðlum. Kallað er eftir því að ofbeldinu sé hætt þar sem fólk einblíni frekar á málefnið í stað þess að ráðast á persónuna.

Elísabet hefur verið órög við að gagnrýna íslenskar sóttvarnaraðgerðir. Sjáf virðist hún hafa brotið sóttvarnarlög við komuna nýlega ti landsins þar sem hún fór hvorki í skimun né lögbundna sóttkví. Lögreglan rannsakar nú málið og hefur boðað hana til skýrslutöku. Þá hefur Elísabet viðurkennt að hafa verið svipt læknaleyfinu því einhverjir kollegar hennar vilja fá hana úrskurðaða geðveika. Því hélt hún fram í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon og í því viðtali mætti lögreglan einmitt heim til hennar til að stefna henni í skýrslutöku.

Mikil umræða er um málflutning Elísabetar og þá útreið sem hún hefur fengið á samfélagsmiðlum í hópnum stjórnsmálaspjallið og Betra Ísland – beint lýðræði á Fecebook. Einhverjir tjá þá skoðun sína að sú útreið sem hún hefur fengið sé bara gott á hana á meðan aðrir segja þetta ofbeldi og mannorðsmorð.

Margrét Friðriksdóttir, stjórnandi stjórnmálaspjallsins, er ein þeirra sem telur Elísabetu lagða í einelti. „Manneskja sem er lærður læknir og er ósammála þríeykinu er lögð í gróft einelti og sökuð um að vera geðveik og þarf nú að afsanna það til að fá læknaleyfið aftur. Þetta er einmitt helsta taktík fasista þ.e að ráðast á persónu viðkomandi í stað þess að fara í málefnið. Þetta þjóðfélag er að verða langt frá því lýðræðislegt ef það þykir normið í dag að setja fólk í opinberan gapastokk og allir skulu vera á sömu skoðun annars er það ofbeldi og mannorðsmorð, ætli ástandið sé svona slæmt í norður kóreu?,“ segir Margrét.

Halldór Fannar Sigurgeirsson tekur í sama streng og bendir á að Elísabet hafi nú staðið sig betur í sóttvörnum en sjálfur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sem nú slæst við lungnabólgu vegna Covid-19. „Hún er ennþá einkennalaus…sem sagt búin að standa sig betur en Víðir í persónulegum smitvörnum og hefur ekki stofnað öðrum í lífshættu með því að smita þá. Samt má smitskamma þessa ósmituðu manneskju en ekki Víði Smitbera. Lógíkin er verri en nokkuð gatasigti, og jafnvel götóttari en fatan sem Gísli, Eiríkur og Helgi ætluðu sér að fanga sólina í,“ segir Halldór.

- Auglýsing -

Hannibal Sigurgeirsson er á svipuðum slóðum. „Wow svakalegt og í raun er þetta mál viðvörun til menntaðra lækna ef þið stígið FRAM MEÐ SANNLEIKANN og gagnrýnið herlögin okkar þá fer svona fyrir ykkur,“ segir Hannibal.

Stefán Páll Páluson vill ekki verja framkomu Elísabetar við komuna til landsins nýlega en segir ekkert réttlæta útreiðina á samfélagsmiðlunum. „Það er einmitt málið og hvað svo sem fólki finnst um hennar mál á flugvellinum að þá er ekkert sem réttlætir einelti og netníð. Og þetta kemur allt frá fullorðnum, virkilega sorglegt,“ segir Stefán.
Davíð Örn Guðmundsson skilur hins vegar ekkert í þeim meðbyr sem Elísabet fær. „Botna ekkert í stuðningnum við þessa konu. Loksins þegar er farið að sjá fyrir endann á þessum ömurlegu tímum þá vill fólk allt í einu sleppa sóttvörnum og að lýtur út fyrir auka útbreiðslu veirunnar með fleiri dauðsföllum á Íslenskum borgurum,“ segir Davíð.
Hjördís B. Ásgeirsdóttir er aftur á móti ekki sátt með svör Davíð. „Finnst þér sem sagt útreiðin sem konan fær vera eðlileg eða í lagi? Myndir þú sætta þig við slíka útreið opinberlega? Þetta er mannvonska af verstu sort,“ segir Hjördís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -