Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ellý ólst upp föðurlaus og þjáðist vegna þess sem barn: „Hæ, þekkirðu mig ekki?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Listakonan Ellý Ármannsdóttir ólst upp föðurlaus og átti lengi vel í erfiðleikum með að ræða fjarveru föður síns. Hún átti sér þann draum að þegar hún sjálf eignaðist börn myndi faðir hennar taka meiri þátt í lífi hennar. Sá draumur brást.

Hér á landi eru mörg dæmi þess að feður kjósi að taka ekki þátt í lífi barna sinna. Feður sem yfirgefa börnin sín og sýna þeim engan áhuga. Ellý er ein þeirra og ræðir hún tilfinningar sínar í samtali við Fréttablaðið. Þegar hún gerðist þula hjá RÚV var það til að reyna ná athygli föður síns.

„Ég vissi að hann horfði alltaf á fréttirnar og ég vonaðist til þess að hann sæi mig og myndi hafa samband. Þetta mótar ekki aðeins barnæskuna heldur hefur þetta alltaf fylgt mér alla daga og ég er enn að vinna í þessu í dag. Ég er dóttir pabba míns, þó að ég hafi ekki beint fengið að hafa hann í lífi mínu. Ég vissi að ég átti pabba en það var eiginlega það eina sem ég vissi.“

Fjölskylduaðstæður Ármanns, föður Ellýar, voru nokkuð flóknar á þessum tíma en hann átti fyrir eiginkonu og börn. Systir Ellýjar fæddist sjö dögum á eftir henni og gerði það aðstæður mögulega erfiðari. Það tók þrjú ár fyrir dómstólum að fá faðernið loksins staðfest.

Þegar Ellý var á fermingaraldri hitti hún föður sinn óvænt í heimsókn hjá ömmu sinni. „Það voru náttúrulega gríðarleg vonbrigði þar sem hann sagði bara „hæ, þekkirðu mig ekki?“ stoppaði örstutt og fór svo. Hann var almennilegur en ég var búin að gera mér svo miklar vonir eftir allan þennan tíma,“ segir Ellý og bætir við:

„Það var rosalega gott þegar ég hætti að hata sjálfa mig og allt í heiminum af því að enginn vildi mig. Ég hélt að hann myndi koma þegar ég eignaðist börn.“

- Auglýsing -

Faðir Ellýar er nú látinn. Bæði sem barn og fullorðin átti hún erfitt með að tala um föður sinn. „Ég gat það ekki því ég hafði engin svör. Þegar ég tala við börnin mín um hvernig þetta var þá finnst mér það enn þá rosalega erfitt og reyni að segja þeim bara stuttu útgáfuna því annars fer ég bara að gráta. Ég verð bara fimm ára aftur að tala um þetta. Pabbi var alveg frábær maður og ég reyni alltaf að sjá það besta í honum. Það er það eina sem ég get gert.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -