2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Brjóta blað í sögu Fendi – Fyrstu „plus size“ fyrirsæturnar á tískupallinum

Fyrirsæturnar Jill Kortleve og Paloma Elsesser gengu á tískusýningu fyrir Fendi á tískuvikunni í Mílanó þegar haust- og vetrarlína þessa árs var sýnd.

Báðar Kortleve og Elsesser teljast sem „plus size“ fyrirsætur í tískuheiminum og er þetta í fyrsta sinn sem tískuhús Fendi fær „plus size“ fyrirsætur til að taka þátt í sýningu hjá sér.

Paloma Elsesser á sýningu Fendi. Mynd / EPA

Elsesser birti færslu á Instagram eftir að hafa tekið þátt í sýningu Fendi. „Ég er orðlaus. Mig langar einfaldlega að lýsa yfir þakklæti mínu á þessu sögulega augnabliki,” skrifaði hún meðal annars í færsluna.

AUGLÝSING


Jill Kortleve birti einnig færslu á Instagram eftir sýningu Fendi. „Stundum líður mér eins og líf mitt sé ekki raunverulegt. Þakklát fyrir öll tækifærin,” skrifaði hún meðal annars.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum