2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Dibango lést af völdum COVID-19

Manu Dibango djassleikari lést í dag, 86 ára að aldri. Dibango lést eftir að hafa smitast af COVID-19 kórónaveirunni. „Hann lést snemma í morgun á sjúkrahúsi á Parísarsvæðinu,“ segir Thierry Durepaire útgefandi hans.

Í færslu á opinberri Facebook-síðu hans segir að útför Dibango muni fara fram í kyrrþey og minningarathöfn verði skipulögð og haldin þegar hægt verður.

Vinsælasta lag hans, Soul Makossa, kom út árið 1972 og og var á b-hlið lags, sem hvatti fótboltalið Kamerún í fótboltakeppni landa Afríku, African Cup of Nations. Plötusnúðar í New York tóku hins vegar lag Dibango upp og þannig varð það feykivinsælt.

AUGLÝSING


Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum