Mánudagur 29. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Enskur landsliðsmaður laug að lögreglunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnumenn komast reglulega í fréttirnar fyrir heimskupör utan vallar og er Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United, einn af þeim knattspyrnumönnum.

Enski landsliðsmaðurinn Jesse Lingard var tekinn fyrir of hraðan akstur í fyrra. Þegar átti að sekta hann laug hann um nafn og sagðist heita George Bolt og sagðist eiga heima á heimilisfangi sem vísar á bílastæði. Plan leikmannsins gekk þó ekki upp og þurfti leikmaðurinn að mæta fyrir dómara í morgun. Hann missti ökuréttindi sín í hálft ár og þurfti að borga sekt.

Lingard hefur leikið 32 landsleiki fyrir enska landsliðið í knattspyrnu og var lykilleikmaður í liði Manchester United frá 2015 til 2021. Hann er nú samningslaus þrátt fyrir að vera aðeins þrítugur og verður áhugavert að sjá hvort hann að muni finna sér nýtt lið til að spila með á næstunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -