Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Fyrrverandi sendiherra Breta handtekinn eftir samstöðufund með Palestínu á Austurvelli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Fyrrverandi sendiherra Breta, Craig Murray, var handtekinn í Glasgow í gær eftir að hafa sótt samstöðufund með Palestínu á Íslandi.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks benti á það í gær að gestur hans á Íslandi, Craig Murrey, fyrrverandi sendiherra Breta og uppljóstrari, sem mætti á samstöðufund með Palestínumönnum á Austurvelli á sunnudaginn, hafi verið stöðvaður á flugvellinum í Glasgow af lögreglunni sem vísaði til Hryðjuverkalaga. Ákvæði er í þeim lögum sem heimilar breskri landamæralögreglu að setja menn í hald án nokkurra skýringa og heimta af viðkomandi tölvur og síma og aðgangsorð að þeim tækjum, ellegar verði þeir handteknir og kærðir fyrir brot á lögunum. Kristinn segir að Craig hafi aukreitis verið krafinn svara um mætinguna á samstöðufundinn á Austurvelli, sem og um tengsl sín við WikiLeaks og Julian Assange. „Ég spyr, er runnið algert andskotans ofsóknaræði á menn? Hversu lengi ætlar almenningur að líða svona hraðskrið í átt að algjöru afnámi okkar grunnréttinda áður en rétt þykir að vakna úr svefnrofanum.“

Færslu Kristinns má lesa hér:

„Um helgina var Craig Murray, fyrrverandi sendiherra Breta og uppljóstari, gestur minn á Íslandi. Hann hefur stutt við bakið á baráttunni fyrir frelsi Julian Assange en það hefur Ögmundur Jónasson einnig gert ötullega. Þeir hafa oftar en ekki talað á sömu fundunum erlendis og þekkjast vel. Við Craig mættum á samstöðufund með Palestínumönnum á Austurvelli í gær og köstuðum m.a. kveðju á Ögmund.

Þegar Craig flaug til baka til Skotlands fyrr í dag var hann settur í hald á flugvellinum í Glasgow af lögreglunni sem vísaði til Hryðjuverkalaga (Prevention of Terrorism Act) en þar undir er ákvæði (Schedule 7) sem heimilar breskri landamæralögreglu að setja menn í hald án nokkurra skýringa og krefjast þess að viðkomandi afhendi tölvur og síma ásamt með aðgangsorðum – ella er hægt að setja menn í varðhald og kæra menn fyrir brot á lögunum. Auk þess að hirða af Craig raftæki var hann krafinn svara um mætinguna á fundinn á Austurvelli í gær sem og um tengsl við WikiLeaks og Julian Assange.
Ég spyr, er runnið algert andskotans ofsóknaræði á menn? Hversu lengi ætlar almenningur að líða svona hraðskrið í átt að algjöru afnámi okkar grunnréttinda áður en rétt þykir að vakna úr svefnrofanum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -