Fimmtudagur 21. september, 2023
3.8 C
Reykjavik

Handritshöfundur Friends ósáttur við leikara þáttarins: „Þau reyndu vísvitandi að skemma hann“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Patty Lin, ein af handritshöfundum Friends, er ósátt við leikara þáttarins.

Í nýlegu viðtali greindi handritshöfundurinn Patty Lin frá heldur óvenjulegum vinnuaðstæðum sem hún lenti í þegar hún var að skrifa fyrir sjónvarpsþáttinn Friends. Sakar hún leikara þáttarins um að segja brandara viljandi illa.

„Leikarnir virtust óánægnir að vera hlekkjaðir við þreyttan og gamlan þátt þegar þau gætu verið að breiða úr sér, og mér leið eins og þau væru sífellt að hugsa hvernig hvert handrit gæti hjálpað þeim sjálfum sem mest. Þau kunnu öll að fá áhorfendur til að hlæja en ef þeim líkaði ekki einhver brandari þá var eins og þau reyndu vísvitandi að skemma hann vitandi að við myndum þurfa að endurskrifa hann,“ sagði handritshöfundurinn um málið.

Patty Lin skrifaði tvo Friends-þætti en hún hefur átt góða feril sem handritshöfundur og hefur meðal annars skrifað fyrir Breaking Bad, Freeks and Geeks og Desperate Housewives.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -