2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Max von Sydow látinn

Sænski leikarinn Max von Sydow er látinn, 90 ára að aldri. Hann var einn þekktasti leikari Norðurlandanna í áratugi og lék meðal annars í The Seventh Seal (1957), The Exorcist (1973) og Star Wars: The Force Awakens (2015), Three Days of the Condor (1975) , Dune (1984), Minority Report (2002) og Shutter Island (2010), til að nefna örfá af hlutverkum hans.

Meðal nýjustu hlutverka hans var Þríeygði hrafninn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og auk þess hafði hann nýlega lokið við að leika í kvikmyndinni Echoes of the Past sem enn hefur ekki verið frumsýnd.

Max von Sydow var tvígiftur og faðir fjögurra barna og í tilkynningu sem fjölskylda hans sendi frá sér kemur fram að hann hafi látist í gær, sunnudaginn 8. mars

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum