2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ökumanns leitað vegna umferðarslyss

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns hvítrar, nýlegrar jeppabifreiðar vegna umferðarslyss á Reykjanesbraut þriðjudaginn 10. mars um kl. 10 fyrir hádegi.

Þar var ekið í veg fyrir ökumann á rauðum Skoda Octavia á leið norður Reykjanesbraut, á móts við Brunnhóla í Hvassahrauni, með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði utan vegar. Ökumaður hvítu jeppabifreiðarinnar ók rakleiðis af vettvangi, en ökumaðurinn er talinn vera lágvaxinn.

Tveir voru fluttir á slysadeild og reyndist annar þeirra vera talsvert slasaður.

Lögreglan biður ökumann hvítu jeppabifreiðarinnar um að gefa sig fram, en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að  hafa samband í síma 444 1000. Einnig má senda upplýsingar um málið í tölvupósti á netfangið [email protected] eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum