Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Tími fyrir bandamenn BNA að ranka við sér

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Á meðan ég er forseti Bandaríkjanna fá Íranir ekki að eignast kjarnavopn.“ Þannig hóf Donald Trump Bandaríkjaforseti blaðamannafund sinn í Hvíta húsinu, sem lauk fyrir stundu.

Tilefni fundarins var árás Íran á bandarískar herstöðvar í Írak en Trump sagði Bandaríkjamenn geta verið þakkláta fyrir það að enginn féll né særðist. Hann sagði bandaríska heraflann undirbúinn undir hvað sem er en að Íranir virtust vera að draga sig til hlés.

Forsetinn sagði að allt frá 1979 hefðu ríkí heims mátt þola hegðun Írana og þann óstöðugleika sem þeir sköpuðu í Mið-Austurlöndum. Þarlend stjórnvöld hefðu verið helsti stuðningsaðili hryðjuverkaafla og metnaður þeirra til að eignast kjarnavopn ógnaði hinum siðmenntaða heimi.

Hann kallaði Qasem Soleimani mesta hryðjuverkamann heims; hann hefði hvatt til borgarastyrjalda allt um kring og verið valdur dauða fjölda Bandaríkjamanna. Hendur hans hefðu verið blóðugar. Með drápinu á honum hefðu Bandaríkin sent þau skilaboð að ef hryðjuverkamann ógnuðu lífi annarra, væri þeim sjálfum ógnað.

Trump kallaði kjarnorkuvopnasamkomulagið við Íran „kjánaskap“ og sagði að á sama tíma og Íranir hefðu átt að segja takk við Bandaríkjamenn hefðu þeir kallað eftir dauða þeirra. Sagði hann flaugarnar sem skotið var á bandarísk skotmörk í gær hafa verið greiddar af ríkisstjórn Barack Obama.

- Auglýsing -

Það væri kominn tími til að Bretar, Frakkar, Þjóðverjar, Kínverjar og Rússar áttuðu sig á því að samkomulagið virkaði ekki og að þau þyrftu að hjálpa til við að komast að sátt við Íran sem tryggði öryggi og frið. Trump sagðist vilja sjá Íran blómstra en stöðugleiki gæti ekki orðið í heiminum fyrr en þarlend stjórnvöld hyrfu af þeirri braut sem þau væru á.

Forsetinn sagði hinn siðmenntaða heim ekki myndu umbera ástandið lengur. Þá klappaði hann sér duglega á bakið fyrir mikinn efnahagsbata heimafyrir og sagði Bandaríkin m.a. sjálfbær um olíu og náttúrugas. Hann hefði stýrt algjörri endurskipulagningu heraflans en það að búa yfir herafla þýddi ekki að menn þyrftu að beita honum. Hann sagði mesta fælingarmáttinn felast í hernaðarlegum og efnahagslegum styrk Bandaríkjanna.

Undir lokin ávarpaði hann leiðtoga Íran og írönsku þjóðina og sagðist óska þeim góðrar framtíðar og samlyndis með öðrum þjóðum heims.

- Auglýsing -

Lestu meira: „Okkur þykir #WWIII slæm hugmynd“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -