Laugardagur 27. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Soltinni fjölskyldu á Gaza fylgt eftir í þrjá daga: „Þau öskra af hungri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Al Jazeera fylgdi eftir þremur sveltandi fjölskyldum á Gaza í þrjá daga en 1,1 milljón Gazabúa standa nú frammi fyrir hungursneyð.

Ísraelar hafa ítrekað hindrað afhendingu hjálpargagna, þar á meðal matvæla, þrátt fyrir úrskurð Alþjóðadómstólsins í janúar sem skipaði Ísraelum að „tryggja afhendingu grunnþjónustu og nauðsynlegrar mannúðaraðstoðar til óbreyttra borgara á Gaza“.

Samkvæmt skýrslu sem studd var af Sameinuðu þjóðunum, sem birt var í síðustu viku, hefur helmingur íbúa Gaza – 1,1 milljón manna – algjörlega klárað matarbirgðir sínar og viðbragðsgetu og standa frammi fyrir „hörmulegu hungri“, sem er helsta vísbendingin um hungursneyð.

„Fólk á Gaza er að deyja úr hungri núna. Hraðinn sem þessi hungur- og vannæringarkreppa af mannavöldum hefur farið yfir Gaza er skelfilegur,“ sagði Cindy McCain, framkvæmdastjóri Alþjóðamatvælaáætlunarinnar.

Eitt af hverjum þremur börnum undir tveggja ára í norðurhluta Gaza þjáist af bráðri vannæringu samkvæmt næringarskimunum sem UNICEF og samstarfsaðilar þess hafa gert.

„Hraðinn sem þessi hörmulega vannæringarkreppa barna á Gaza hefur þróast á er átakanlegur, sérstaklega þegar nauðsynleg neyðaraðstoð hefur lengi verið tilbúin í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð,“ sagði Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF.

- Auglýsing -

„Við vitum í raun ekki um hvað er að gerast með önnur börn sem við höfum ekki aðgang að – það sem við vitum og það sem við höfum varað við er að aðgangur að mannúðaraðstoð og afhendingu mannúðaraðstoðar getur í raun dregið úr hlutfalli vannæringar meðal barna,“ sagði Adele Khodr, svæðisstjóri UNICEF í Miðausturlöndum og Norður-Afríku.

Í febrúar vöruðu Barnaheill við því að Gaza væri vitni að „fjöldamorði á börnum í hægagangi (e. slow motion) vegna þess að það er enginn matur eftir og enginn matur kemst til þeirra“.

Fréttastofan Al Jazeera fylgdi þremur fjölskyldum á Gaza eftir í þrjá daga en hér fyrir neðan má lesa um eina þeirra.

- Auglýsing -

Al-Masry fjölskyldan

Al-Masry fjölskyldan er stór. Hún samanstendur af Salwa al-Masry og eiginmanni hennar og átta dætrum þeirra og fimm sonum.

Fimmtán meðlimir al-Masry fjölskyldunnar búa undir yfirfullu plastdúkalæddu tjaldi í Deir el-Balah.

Það er enginn matur í al-Masry tjaldinu.

„Við höfum verið hér í næstum mánuð. Síðan þá höfum við ekki borðað almennilega og börnin mín þurfa mat. Þau öskra af hungri og gráta sig í svefn,“ segir hin 45 ára gamla Salwa al-Masry við Al Jazeera, titrandi.

Salwa, sem einnig gengur hjá Umm Mohammed, þjáist af astma og eiginmaður hennar er með hjartasjúkdóm. Ung börn hennar biðja um mat og hún hefur ekkert að gefa þeim.

„Ungur sonur minn segir við mig: „Mamma, ég er svangur, mig langar að borða.“ Ég er þolinmóð við hann og segi við hann: „Sestu niður, ég skal finna eitthvað handa þér.“

Segir hún að það sé yfirleitt lygi þar sem hún getur ekkert gert til að draga úr hungri hans.

Umm Mohammed segist hafa verið á öllum hjálparmiðstöðvum en búið sé að tæma allar vörugeymslur svo hún kemur tómhent til baka.

Hún hefur misst töluverða þyngd síðan hún, eiginmaður hennar, átta dætur og fimm synir flúðu heimili sitt í Beit Hanoon í norðurhluta Gaza til Gazaborgar, síðan til Nuseirat og loks í þetta tjald í Deir el-Balah.

„Ég er hrædd um að ég deyi í stríðinu. Hjá hverjum ætla börnin mín að vera og hver mun sjá um þau?“ segir hún. Hún fær í hjartað í hvert skipti sem eitt barnið biður um mat og hún hefur ekkert að gefa þeim.

Hér er allt sem al-Masry fjölskyldan borðaði á þremur dögum.

Dagur 1

Enginn matur.

Dagur 2

Eftir að hafa ekkert borðað í morgunmat eða hádegismat tókst fjölskyldunni að ná í þrjár dósir af fava baunum.

Umm Mohammed leggur til hliðar tvær dósir, vitandi að þau geti ekki fengið neinn mat á morgun.

„Hvað ætti ég að gera? Ef ég gef þeim í dag, hvernig mun ég gefa þeim á morgun? Ég held áfram að hugsa, hvernig á ég að sjá þeim fyrir mat fyrir næsta dag?“

Baunirnar, sem þau borða með smá brauði, veita nauðsynlega næringu en jafnvel þó að sérhver fjölskyldumeðlimur næði að borða hálfan bolla myndu þeir skorta alvarlega kalóríur.

Alls fékk hver fjölskyldumeðlimur 319 kaloríur á degi tvö.

Dagur 3

Á þriðja deginum tókst Umm Mohammed og dóttur hennar að safna handfylli af mallow, villtri vetrarplöntu sem þær fundu.

Umm Mohammed saxaði mallow laufin í mauk þar sem hún bætti við smá af hibiscus-jurt og smátt skornum lauk. Þetta er það næsta sem hún hefur komið því að undirbúa máltíð.

„Ég hef ekki eldað síðan við höfum verið hér,“ andvarpar hún.

„Þegar við bjuggum heima vorum við vön að borða, við vorum hamingjusöm, Guði sé lof. Enginn hefði getað ímyndað sér hvar við myndum enda. Við höfum verið niðurlægð, niðurlægð, niðurlægð, niðurlægð,“ endurtekur hún.

Á þriðja deginum borðaði hver fjölskyldumeðlimur fjölskyldunnar 268 kalóríur.

Hægt er að lesa um hinar tvær fjölskyldurnar og þeirra baráttu við að halda sér á lífi á helvíti á jörðu, hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -