Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Stökk 15 metra og „sprengdi“ í sér hrygginn: „Ekki gera þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Libby Sinden, 22 ára gömul kona, hefur birt myndband af sér á TikTok þar sem hún sést stökkva 15 metra niður af brú og ofan í á fyrir neðan. Þetta stökk átti eftir að verða henni örlagaríkt. Eins og Libby lýsir því sjálf þá „sprengdi“ hún í sér hrygginn með þessu uppátæki. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Sun.

Nú er liðið ár síðan Libby stökk niður í ána Lune til þess að kæla sig á heitum sumardegi. Vinir hennar náðu stökkinu á myndband, en hún lýsir því sjálf að þegar hún lenti í vatninu hafi það verið eins og að lenda á steinvegg. Hún bakbrotnaði við höggið. Hún birti myndbandið nú ári síðar til þess að vara aðra við því að gera sömu mistök og hún sjálf.

Höggið við lendinguna olli sprungnum hryggjalið.

Í myndbandinu heyrist Libby öskra: „Ég slasaði mig í bakinu“, á meðan henni tekst að draga sig í skjól. Libby beið í sársauka í þrjá og hálfan tíma á meðan slökkvilið, sjúkrabíll og fjallabjörgunaraðilar komu henni til hjálpar. Hún var í vatninu þar til hægt var að lyfta henni þaðan á börum, en við það þurfti að fara afar varlega vegna bakmeiðslanna, sem ekki var vitað hvers eðlis voru.

Skjáskot úr myndbandinu.

Hún þurfti að gangast undir sex klukkustunda aðgerð á hrygg og mænu þar sem málmplötu og skrúfum var komið fyrir í hrygg hennar til þess að festa hann aftur saman. Í öðru myndbandi sem hún birti á TikTok sýnir hún frá vegferð sinni.

@libby_sinden12 months♥️♬ Running Up That Hill (A Deal With God) – Kate Bush

- Auglýsing -

Libby eyddi viku á sjúkrahúsi og var síðan bundin við hjólastól í fjóra mánuði. Hún þurfti að læra að ganga upp á nýtt. Hún segist heppin að hafa ekki lamast varanlega og að ekki hafi verið steinar undir yfirborðinu þar sem hún lenti.

Hryggur Libby eftir aðgerð. Mynd: Kennedy News

„Það er fullt af fólki sem stekkur oft af þessari brú. Ég hef séð ansi marga stökkva þarna, meðal annars börn, sem var allt í lagi með.

„Ég hafði fylgst með tveimur öðrum stökkva, en ég veit að í gegnum árin hafa hundruðir, jafnvel þúsundir gert það sama. Þar sem ég stóð uppi á brúnni fann ég adrenalíninu í bland við smá stress.

- Auglýsing -

Um leið og ég lét vaða fann ég fyrir ótta, áður en ég lenti í vatninu, þegar ég áttaði mig á því hversu hátt þetta var í raun. Þetta voru um 15 metrar.“

Stökkið örlagaríka.

Libby segist hafa verið óheppin. „Það hvernig ég lenti í vatninu og sú staðreynd að það var stillt í stað þess að vera á ferð, varð til þess að þetta var eins og að lenda á steinvegg.“

Libby sprengdi í sér hryggjalið við höggið og hluti af beini hennar fór inn í mænugöngin, sem aftur setti þrýsting á annað nýra hennar. Hún segist hafa verið afar nálægt því að lamast eða láta lífið.

„Það getur komið fyrir hvern sem er, hvenær sem er, að ein lítil ákvörðun breyti lífi þínu algjörlega,“ segir Libby.

„Ekki gera þetta. Það gera allir mistök og ég vil vekja athygli á þessu.“

Libby er enn í endurhæfingu og má ekki ennþá reyna á sig með því að hlaupa eða stunda aðrar áreynsluíþróttir, sem hefur verið henni erfitt, þar sem hún var afar virk áður en hún lenti í slysinu.

Libby segir hundinn sinn, Sahara, hafa hjálpað henni mikið á vegferðinni og aðstoðað hana við jákvæðni.

„Ég fer með hana út að ganga og það hefur verið aðal hvatningin mín – að geta farið að ganga og leika við hana.

Libby þegar hún var bundin við hjólastólinn.

Nú er liðið ár. Ég finn enn fyrir sársauka en mér tókst að ganga aftur með miklum viljastyrk. Mér hefur tekist að gera aftur marga af þeim sömu hlutum og ég gat áður gert, þrátt fyrir að ég sé takmörkuð.

Vinir mínir hafa verið alveg ótrúlega stuðningsríkir; ég hefði ekki getað komist í gegn um þetta án vina minna og fjölskyldu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -