Fékk heimsókn frá Bono

Deila

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn geðþekki Felix Bergsson segist hlusta mest á tónlistina sem hann lifi og hrærist í hverju sinni og vísar þar til tveggja þátta sem hann stýrir á Rás 2 um þessar mundir; Fram og til baka á sunnudagsmorgnum og Tímaflakk með Bergsson og Blöndal eftir hádegi á sunnudögum. Hann hlusti á alls konar tónlist. Ja, reyndar allt nema jazz. En hverju mælir hann með að setja á fóninn um helgina?

 

Föstudagur

„Scissor Sisters, fyrsta platan með þeim sem kom út árið 2004 er svo mikil gargandi snilld. Ég veit ekki hvað ég hef hlustað mikið á þessa snilld þegar ég þarf að koma mér í gírinn. Lög eins og Laura og Take your mama og svo auðvitað hið stórkostlega Filthy/Gorgeous geta ekki annað en létt lundina.“

Laugardagur

„Let’s Dance með David Bowie. „Hands down“, frábær plata. Margir gagnrýndu Bowie fyrir þessa brjálæðislega vinsælu plötu en ég held að þeir sömu hafi fljótlega þagnað því platan talar fyrir sig sjálf. Og hún er snilld.“

Sunnudagur

„Joshua Tree með U2. Ég er af U2-kynslóðinni og elska þá. Bono hefur meira að segja kíkt í heimsókn til Þóris bróður á Bergsson mathús. En Joshua Tree er plata til að njóta með allt í botni og öskursyngja með. Algjört helgarstöff.“

- Advertisement -

Athugasemdir