Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Fjarðarkaupsmálið: „Börn eiga ekki að sæta einangrun, hún er vitni í málinu, ekki gerandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður sautján ára stúlku er var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í síðustu viku, segir óeðlilegt að stúlkan, sem sé lykilvitni, og upplýsti málið í raun og veru, sæti gæsluvarðhaldi.

Vilhjálmur hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar.

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson
Mynd / Facebook

Fjögur ungmenni eru nú laus úr einangrun; sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti 27 ára karlmanns á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 20. apríl.

Stúlkan sem Vilhjálmur ver var ásamt þremur ungum drengjum úrskurðuð í gæsluvarðhald sem og einangrun á föstudagskvöld; hún er nú laus úr einangrun; sætir enn gæsluvarðhaldi.

„Kærandi er barn. Hún er vitni í málinu, ekki gerandi, eins og framburður hennar og sýnileg sönnunargögn sanna. Hún snerti aldrei brotaþola. Hún kom aldrei nær hinni hörmulegu atburðarás en 5-8 metra. Hún veitti ekki liðsinni með hvatningu,“ segir áðurnefndur Vilhjálmur í kæru sinni.

„Hún tók atvikið upp á myndband af því að foreldrar hennar höfðu sagt henni að gera það við ótryggar aðstæður. Hún upplýsti lögreglu strax um myndbandið, framvísaði því og heimilaði lögreglu að skoða símann sinn. Hún hefur í einu og öllu sagt satt og rétt frá hjá lögreglu og dregið ekkert undan og leitast þannig við að hjálpa lögreglu að upplýsa málið.“

- Auglýsing -

Vilhjálmur segir að lögregla hafi rætt við stúlkuna á vettvangi glæpsins í Hafnarfirði; svo skutlað henni heim til sín.

„Það var ekki fyrr en að það kom í ljós að brotaþoli var látinn sem kærandi var handtekinn vegna alvarleika málsins. Það er skiljanlegt til þess að tryggja fyrsta framburð og svo lögreglan gæti náð yfirsýn yfir atvik málsins. Nú hefur það verið gert. Lögreglan veit að brotaþoli er saklaus og ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð á andláti brotaþola.“

Vilhjálmur hvetur lögreglu til að láta stúlkuna lausa úr varðhaldi.

- Auglýsing -

„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma. Það er ekki glæpur. Kærandi er þolandi í þessu máli en ekki gerandi því börn eiga ekki að þurfa að upplifa hluti sem brotaþoli hefur þurft að upplifa síðustu 3 sólarhringa. Börn eiga ekki að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun án þess að það sé algjörlega nauðsynlegt og skipti sköpum fyrir rannsókn lögreglu. Svo er ekki í tilviki kæranda enda sanna sýnileg sönnunargögn sem lögreglan er með undir höndum sakleysi hennar. Því ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi, láta kæranda lausa og leyfa henni að fara heim til foreldra sinna þar sem hún á heima.“

Í tilkynningu frá lögreglu er var send út klukkan fimm síðdegis í dag segir að rannsókn málsins miði vel áfram; að yfirheyrslur hafi staðið yfir síðustu daga og að einangrun fjórmenninganna hafi verið aflétt.

Telur lögreglan sig hafa nokkuð góða mynd af atburðarásinni en tekur fram að vegna umfjöllunar og umræðu um andlátið vilji lögreglan taka fram að hingað til hafi ekkert komið fram við rannsókn hennar sem bendir til að þjóðerni hins látna hafi haft eitthvað með málið að gera.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -