Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Morðið í Rauðagerði: Þrír handteknir í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt heimildum Mannlífs voru þrír menn handteknir í sumarbústað á Suðurlandi í nótt vegna morðsins í Rauðagerði um helgina. Það var sérsveit ríkislögreglustjóra, stundum kölluð Víkingasveitin, sem sá um handtökuna.

Einn hinna handteknu er Íslendingur og hinir tveir af erlendum uppruna. Hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar fékkst það staðfest að handtökur áttu sér stað en að öðru leyti varðist hún allra frétta um hversu margir voru handteknir og hvar. Lögreglan boðar tilkynningu þessa efnis á eftir.

Lögreglan leitaði að Íslendingi vegna morðsins við Rauðagerði. Rétt fyrir miðnætti á laugardag var fertugur maður tekinn af lífi á hrottalegan og kaldrifjaðan hátt. Maðurinn var faðir, unnusti og áttu þau von á sínu öðru barni. Maðurinn var nýbúinn að leggja ökutæki inni í bílskúr og var að ganga að útidyrunum þegar hann var myrtur. Talið er að morðinginn hafi verið farþegi í bíl er ekið var framhjá húsinu og skotið unga fjölskylduföðurinn með skammbyssu, svo hann lést af sárum sínum. Maðurinn var úrskurðaður látinn við komuna á Landspítalann.

Karlmaður frá Litháen situr nú í gæsluvarðhaldi en hann var handtekinn í Garðabæ. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur lögreglan haft íslenskan karlmann undir smásjánni en hver sá maður er hefur lögregla ekki viljað gefa upp.

Íslensk þjóð er í áfalli og þá hafa fregnir af hinu kaldrifjaða morði slegið marga í undirheimunum. Mannlíf hefur heimildir fyrir því að nokkur dæmi séu um að fólk tengt hinum hörðu íslensku undirheimum hafi ákveðið að yfirgefa höfuðborgina. Menn sem kalla ekki allt ömmu sína í undirheimunum hafa margir aldrei séð nokkuð í líkingu við aftökuna við Rauðagerði. Þó þeir tengist málinu ekkert telja þeir hag sínum betur borgið í sumarbústað úti á landi á meðan stærstu skjálftarnir í undirheimunum ganga yfir og varpað er ljósi á málið. Í hinum ýmsu saumaklúppum undirheimanna eru flökkusögurnar og kjaftasögurnar vinninginn og fáir sem vita í raun og veru hver ástæðan var sem lá að baki. Á meðan telja sumir tengdir undirheimunum að betra sé að halda sig í vari í sveitinni.

Uppfært kl. 10:39

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem staðfest er að mennirnir voru handteknir í nótt í viðamiklum lögregluaðgerðum. Framkvæmdar voru húsleitir í höfuðborginni og utan hennar. Að öðru leyti gefur lögreglan ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.  

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -