Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Fleiri fluttust frá Íslandi en til landsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í skýrslunni Sta­te of the Nor­dic Region kemur fram að hús­næðis­verð á Ís­landi hækkaði mest af öllum Norður­löndunum í Co­vid heims­far­aldrinum en jafn­framt að lands­fram­leiðsla dróst mest saman hér­lendis. Þá kemur fram að at­vinnu­leysi jókst mest á Ís­landi.

Í heims­far­aldrinum fór fæðingar­tíðni vaxandi, eins og á hinum Norður­löndunum. Fæðingar­tíðni var 7,8 prósent hærri frá janúar til septem­ber árið 2021 miðað við sama tíma­bil árið 2020.

Inn­flytj­endum til Ís­lands fækkaði um sau­tján prósent milli áranna 2019 og 2020. Fólks­flutningar frá Ís­landi fjölgaði um þrettán prósent á sama tíma. Fækkun inn­flytj­enda til Ís­lands skýrist að miklu leyti af því að færri komu frá Tékk­landi, Litháen, Pól­landi og Serbíu, sam­kvæmt rann­sókninni.

Fólks­flutningur frá Ís­landi var mest til Króatíu, Litháen, Lett­lands, Pól­lands, Portúgal og Rómaníu. Flutningar innan­lands hækkuðu um sex­tán prósent milli áranna 2019 og 2020 og höfðu ekki verið hærri frá árinu 1986.

At­vinnu­leysi á Ís­landi hefur hækkað mikið frá því far­aldurinn hófst. Í fyrsta árs­fjórðungi ársins 2019 var at­vinnu­leysi 2,5 prósent. Í öðrum árs­fjórðungi árið 2021 náði at­vinnu­leysi há­punkti og var þá 7,9 prósent en hefur fallið síðan. Við lok árs 2021 var at­vinnu­leysi 5,3 prósent.

Þeir geirar vinnu­markaðsins sem urðu verst fyrir barðinu á far­aldrinum voru fast­eigna­markaðurinn, flutningar og sam­göngur, og listir.

- Auglýsing -

Í skýrslunni kemur fram að verg lands­fram­leiðsla dróst mest saman á Ís­landi af öllum Norður­löndunum, eða um 6,5 prósent á árinu 2020 saman­borið við -2,9 prósent í Finn­landi, -2,8 prósent í Sví­þjóð, -2,1 prósent í Dan­mörku og að­eins 0,8 prósent í Noregi.

Þegar hús­næðis­verð er skoðað sér­stak­lega sést að það hækkaði al­mennt tals­vert á öllum Norður­löndunum síðast­liðin tvö ár, en þó mest á Ís­landi. Þar á eftir koma verð­hækkanir hús­næðis í Sví­þjóð, Dan­mörku og Noregi á meðan Finn­land sker sig nokkuð úr með hóf­legri verð­hækkunum og stöðugri hús­næðis­markaði.

„Það blasir við að hlut­fall þeirra sem vinna að heiman hefur aukist mikið sem hefur haft á­hrif á ferða­hegðun, hús­næðis­verð og val á bú­setu. Hús­næðis­verð í sumum lands­byggðar­svæðum Norður­landanna – til dæmis í Åre í Sví­þjóð og Born­holm í Dan­mörku – jókst meira en í stór­borgunum. Þegar verð á lands­vísu er svo skoðað var hækkunin mest á í­búðar­hús­næði á Ís­landi,“ segir Linda Randall, annar skýrslu­höfunda hjá Nor­dregio.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -