Miðvikudagur 6. júlí, 2022
12.7 C
Reykjavik

Fundu skotvopn og skothelt vesti í bíl – Útköllum vegna skotvopna fjölgar milli ára

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann skotvopn, skothelt vesti og kylfu við leit í bifreið í gærkvöldi. Lögregla hafði stöðvað bílinn vegna gruns um að ökumaðurinn væri undir áhrifum vímuefna en átti atvikið sér stað í hverfi 105. Við leitina kom í ljós töluvert magn af vopnum en einn farþegi var í bílnum með ökumanni. Lögregla handtók bæði ökumann og farþega og vistaði í fangaklefa vegna málsins.

Virðist vopnaburður vera að færast í aukana á Íslandi en hefur verið fjallað um þróunina þar sem af er ári. Í febrúar sagði Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri að fjölgun útkalla vegna skotvopna hafi aukist mikið. Fyrir nokkrum árum hafi útköllin verið um 50-65 á ári en í fyrra urðu þau 87 talsins.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, hefur einnig ítrekað að lögreglan þurfi víðtækari rannsóknarheimildir þegar kemur að meðferð skotvopna hér á landi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -