Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Fyrrverandi utanríkisráðherra rífst við tyrkneska fótboltaaðdáendur: „Hræddir við Íslendinga?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, fer mikinn í umræðum við tyrkneska fótboltaaðdáendur á Facebook færslu KSÍ í gærkvöldi. „Ansi eru menn orðljótir á KSÍ vefnum í kvöld….Hræddir við Íslendinga?” skrifaði Össur og hófust þar með hatrammar samræður milli hans og stuðningsmanna Tyrklands.

„Haltu kjafti kerling” skrifaði þá stuðningsmaður tyrkja. Össur svaraði manninum og vitnaði í Íslendingasögur „Grettir, sem var sterkasti maður Íslands, hefndi dauða bróður síns fyrir framan Hagia Sophia,” skrifaði Össur og bætti við; „Í staðinn munum við taka á móti ykkur með ást og kærleik. Við munum samt rústa ykkur á vellinum.” Grettir sterki Ásmundarson er aðalpersóna Grettissögu sem er hluti af Íslendingasögum.

Hagia Sophia er ein merkasta bygging Istanbúl. Hún var byggð árið 537 af rómverjum sem grísk réttrúnaðarkirkja. Á þeim tíma var hún stærsta bygging heims og verkfræðilegt undur síns tíma vegna stærð hvelfingarinnar. Þá er hún talin marka upphafið að Býzönskum arkitektúr. Á tímum Ottóman veldis varð hún að Mosku. Í dag er byggingin safn þar sem enn má sjá kaþólsk ummerki í bland við íslömsk.

Styrkur íslendinga arfleifð Væringja

Össur hélt áfram að svara þegar athugasemdir reiðra stuðningsmanna dundu yfir hann: „Ég veðja að Ísland muni vinna með tveimur mörkum….Tyrkland á ekki séns á móti sönnum afkomendum Væringja.” Líklegast á hann við norræna víkinga sem voru kallaðir Væringjar. Þeir voru á mála hjá keisaranum í Miklagarði í kringum árið 1000. Nafnið hefur þá einnig verið notað yfir unga íslendinga sem fóru fluttu út í byrjun 20. Aldar. Þeir fóru að leita sér að fjár og frama meðal stórþjóða heims.

„Við óttumst ykkur að sjálfsögðu….En ótti er náttúruleg leið olnbogabarnsins til að finna leið að farsælum sigri. Hversu oft hefur litla Ísland unnið Tyrkland? Hversu oft England (1066 og 2016). Hroki er þekktasta leiðin að tapi. Hafið þið gleymt Davíð og Golíat?” Össur vitnar hér í sögu þar sem Davíð sigraði risann Golíat. Sagan kemur bæði fram í Biblíunni og Kóraninum, sem er opinbert rit Íslamstrúar. Opinber trú Tyrklands er Íslamstrú en 98% þjóðarinnar eru skráðir múslimar. Margir hverjir sjálfkrafa líkt og skráning nýfæddra einstaklinga í þjóðkirkjuna fer fram hér á landi.

„Mustafa Kemal hugsaði eins og íslendingur!”

- Auglýsing -

„Ég er aðdáandi Mustafa Kemal og hef lesið dagbækur hans. Hann hugsaði eins og íslendingur!” skrifaði Össur sem svar við einni athugasemdinni. Mustafa Kemal Atatürk var fyrsti forseti Tyrklands. Hann fór fyrir friðsamri byltingu í kjölfar fyrri heimstyrjaldar þar sem soldánaveldið var leyst upp og Tyrkland varð að lýðræðisríki. Hann lagði mikla áherslu á vestræn gildi, innleiddi meðal annars latneskt stafróf í tyrknesku og bannaði fjölkvæni.

Össur sat á Alþingi á árunum 1991-2016, fyrir Alþýðuflokkinn 1991-1999 og Samfylkinguna frá árinu 1999. Hann var þingflokksformaður Alþýðuflokksins 1991-1993 og þingflokksformaður Samfylkingarinnar 2006-2007. Þá var hann umhverfisráðherra á árunum 1993-1995, iðnaðarráðherra 2007-2009 og utanríkisráðherra 2009-2013.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -