Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Gæslan sótti veikan skipverja: „Ég held að það hafi ekki verið hægt að standa betur að þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er ómetanlegt og verður seint fullþakkað að hafa skip og þyrlur landhelgisgæslunnar, með þeirra frábæru og vel þjálfuðu áhafnir, til taks þegar slys eða veikindi koma upp um borð í skipum. Ég fylgdist með þessari aðgerð vegna þess að skipið sem um ræðir var næsta skip við okkur og ég held að það hafi ekki verið hægt að standa betur að þessu. En samt heppni í óheppninni að veður og aðstæður voru þær bestu sem hafa verið það sem af er árinu. Mjög oft eru aðstæður þannig á þessum slóðum að engri utanaðkomandi aðstoð verður við komið.“

Svo ritar sjómaðurinn Eiríkur Sigurðsson á Facebook-vegg sínum en hann varð vitni að björgunaraðgerðum Landhelgisgæslunnar í gær.

Samkvæmt Landhelgisgæslunni hafði skipstjóri grænlensks fiskiskips, sem var á veiðum djúpt vestur af Ísafjarðardjúpi, samband við Gæsluna í gærmorgun og bað um aðstoð vegna veikinda eins skipverjans um borð. Í grenndinni var varðskipið Þór sem hélt strax á staðinn. Fóru sjúkraflutningamenn úr áhöfn Þórs frá varðskipinu á léttbát og sóttu sjúka skipverjann um borð í fiskiskipið.

Þá var þyrla Gæslunnar einnig kölluð út og var hugað að sjúklingnum um borð í varðskipinu þar til þyrlan sótti manninn. Var hann hífður um borð í þyrluna síðdegist í gær og flogið með hann til Reykjavíkur þar sem honum var komið til læknis. Tekið er fram á heimasíðu Landhelgisgæslunnar að um borð í varðskipum Gæslunnar eru að jafnaði tveir sjúkraflutningamenn sem gátu í þessu tilviki sinnt manninum þar til þyrlan kom á vettvang.

Samstarf þyrslusveitarinnar og áhafnar Þórs gekk mjög vel en var þetta í annað skiptið á sama sólarhringnum sem bæði varðskip og þyrla eru kölluð út til aðstoðar á þessum slóðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -