Laugardagur 9. nóvember, 2024
10.5 C
Reykjavik

Gagnrýnir kynjahalla í barnaefni – RÚV viðurkennir vandann – „Árið er 2020“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirgnæfandi meirihluti barnaþátta sem sýndir eru á RÚV eru með karlkyns persónum í aðal- og forystuhlutverki. Þessu mótmælir Margrét Björnsdóttir í færslu á Facebook og fær góðar undirtektir. Dagskrárstjóri RÚV gengst við vandamálinu og segir unnið að betrumbótum.

Margrét segir kynjahallann í vali RÚV á barnaefni óásættanlegan. Einkum sé horft til þess að um sé að ræða ríkisfjölmiðil. „Það er ekki boðlegt að ríkisfjölmiðill skuli ekki mæta lágmarks kröfum um jafnréttissjónarmið í dagskrágerð sinni, sérstaklega í sjónvarpsefni fyrir ung börn sem mótast af umhverfi sínu. Árið er 2020 og ennþá eru börn að horfa á barnaefni þar sem strákar eru sterkir og í forystuhlutverkum, á meðan stelpur eru gjarnan aukapersónur og þá til stuðnings,“ segir Margrét og telur upp í færslu sinni alla þá barnaþætti sem RÚV sýnir með karlpersónum í aðalhlutverki.

„Þetta er ekki bara skaðlegt fyrir stelpur heldur sendir þetta röng skilaboð til allra barna og endurspeglar ekki samfélag þar sem allir eiga jöfn tækifæri. Ég skora hér með á RÚV að taka stökkið inní 21. öldina og fylgja eigin lögum um hlutverk og skyldur þess, þar sem segir m.a. skýrt að því beri að hafa hlut karla og kvenna sem jafnastan. Það er hagur allra að börn hafi aðgang að vönduðu sjónvarpsefni sem sýni stelpur jafnt sem stráka í forystu- og ábyrgðarhlutverkum,“ segir Margrét.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri hjá RÚV

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, þakkar fyrir ábendinguna í svari sínu við færslu Margétar. Þar viðurkennir hann vandann og segir skýringuna skort á barnaefni með kvenkyns söguhetjum. „Erum mjög meðvituð um þennan meinlega kynjahalla og höfum því markvisst verið að vinna í að leiðrétta hann. Ein mesta áskorunin þar er sú staðreynd að þessi halli helgast fyrst og fremst af almennum skorti á barnaefni með kvenkyns söguhetjum. En síðustu ár hefur það horft til mikilla bóta og þennan halla ætlum við og munum leiðrétta hið fyrsta, með öllum ráðum og dáðum því auðvitað eiga börnin okkar betra skilið,“ segir Skarphéðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -