Föstudagur 17. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Geir ljósmyndari óttast að missa vini en getur ekki orða bundist: „BDSM samtökin björguðu mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir hafa horn í síðu BDSM-hneigðarinnar segir Ásgeir Ásgeirsson, ljósmyndari í samtali við DV en hann óttast að missa vini við að koma út úr BDSM-skápnum núna. Hins vegar geti hann ekki orða bundist:

„Ég grét yfir Kastljósinu og færslu Elísabetar Ýrar,“ segir Geiri og finnst umræðan undanfarið hafa verið mjög erfið.

„Þegar bókstaflega allt sem ég er og hefur haldið mér lifandi svo að segja er tekið fyrir og sagt vera ofbeldi, þá get ekki lengur setið hjá. Skilningur þessara kvenna á hlutunum er svo rangur að það hálfa væri nóg, þetta er svona svipað og viðmótið sem ég fékk hjá Stígamótum þegar ég fór þangað.“

Hann segir að það hafi verið erfitt að segja sínum nánustu frá hneigð hans og brotunum sem hann varð fyrir: „Þetta voru erfið skref síðustu vikur að segja fjölskyldunni frá öllu sem hefur gerst sem þau höfðu ekki hugmynd um og mikið um tár og fleira í þeim dúr.“

 

Umræða og deilur undanfarið um BDSM í tengslum við kynfræðslu unglinga hefur valdið  Ásgeiri Ásgeirssyni ljósmyndara  eða Geira X (eins og hann er kallaður) – miklum sársauka og sorg. Geiri var beittur kynferðisofbeldi á unga aldri og segir hann að þegar hann var 18 ára hafi samtökin BDSM á Íslandi bjargað honum.

- Auglýsing -

Í facebook pistlinum segir Geiri:

„Ég ætlaði að bíða aðeins lengur og ná að segja fleiri vinum og ættingjum frá, augliti til auglitis, svo að fólk fengi ekki áfall við að frétta svona lagað í gegnum samfélagsmiðla, en mér finnst ég ekki geta staðið hjá deginum lengur. Ég veit þetta mun skemma fyrir mér vissa atvinnumöguleika ef ég fengi einhvern bata á CRPS í framtíðinni, en það skiptir mig minna máli. Það sem er alvarlegra er að þarna eru þessar konur sem segja hreint út að þeim sé slétt sama hvort BDSM sé í S78 og að öryggi, samþykki og traust sé til staðar, allir sem eru með blæti eða stundi BDSM séu bara ofbeldisfólk gagnvart konum og vont fólk. Vil í því samhengi gjarnan benda á þá staðreynd að það eru fleiri konur en karlar sem eru drottnandi í flestum þeim löndum sem ég þekki til nema hér á Íslandi af einhverjum ástæðum, kannski vegna þess að íslenskar konur séu hræddari við fordóma samfélagsins í okkar litla landi. Í mörgum löndum hafa konur það sem atvinnu að drottna yfir karlmönnum (atvinnu-dómínur).“

Hann segist hafa verið í BDSM-skápnum í 30 ár og aldrei þorað út úr honum af ótta við vinamissi. Umræða undanfarna daga, þar sem vegið sé að BDSM-hneigðinni, geri það hins vegar óhjákvæmilegat að stíga fram núna.

- Auglýsing -

Hann fer yfir þetta í löngum Facebook-pistli en þar lýsir hann meðal annars óánægju með hvernig Stígamót mættu honum. Um brotin og eftirmála þeirra segir Ásgeir:

Ég held ég komi hreinlega út úr þeim skápum sem ég er, og hef, verið í síðustu 30 árin.

Ég lenti í alvarlegri misnotkun 13 ára gamall, og svo tvisvar aftur síðar. Tvö skipti af hendi kvenna og eitt skipti af hendi karlmanns/karlmanna.

Ef ég hefði ekki haft samtökin BDSM á Íslandi til að leita til á 18. aldursári, væri þetta sennilega ekki skrifað þar sem ég sá engan tilgang með að lifa. Tilfinningalega var ekkert sem hélt mér gangandi og þegar ég leitaði til Stígamóta á miðjum þrítugsaldri voru þeirra viðbrögð þau að skella skuldinni á mig, ég hefði verið karlmaðurinn (13 ára gamall nörd) og hefði vel getað stöðvað það sem gerðist.

Viðbrögð mín þegar fyrsta brotið átti sér stað, þegar ég var 13 ára gamall, voru þau að ég fraus alveg og varð síðan í framhaldinu aðeins skelin af sjálfum mér. Ég tapaði öllum tilfinningum. Ég setti upp trúðsgrímuna eins og mörg okkar gera þegar við vitum ekki hvernig við eigum að hegða okkur.

Annað brotið átti sér stað þegar ég var 19 ára gamall. Ég var þá á bar með vinum, þegar byrlað var fyrir mér. Klukkan hefur líklega verið um 9 að kvöldi. Það litla sem ég man er að fullorðinn karlmaður, með aðstoð annars ungs manns, misnotaði mig svo hrottalega að þegar ég rankaði við mér í strætóskýli við Kringluna klukkan að ganga 6 morguninn eftir, þurfti ég í neyð minni að hringja í pabba vinar míns, sem þá starfaði sem leigubílstjóri í heimabænum, til að sækja mig. Þegar hann sá mig sitja þarna í strætóskýlinu snemma morguns með blóðpoll á rassgatinu, áttaði hann sig greinilega á hvað hefði gerst. Hann sagði ekkert, setti teppi í aftursætið og keyrði mig heim, rukkaði mig ekki einu sinni og minntist aldrei á það við mig síðar, blessuð sé minning hans. Það var ekki fyrr en áratugum síðar, þegar Jóhannes Kr blaðamaður greip manninn glóðvolgan við rannsóknarstörf sín, sem andlit gerandans rifjaðist upp fyrir mér. Um var að ræða dæmdan barnaníðing.

Þriðja skiptið var ég í kringum 24 ára aldurinn að leita að leikfélaga og endaði með konu sem var ekki bara eldri, heldur mun stærri og sterkari en ég. Hún nýtti sér yfirburðina og hafði fljótt náð að binda mig niður þrátt fyrir að rætt hafði verið um að hlutverkin yrðu á hinn veginn og nauðgaði mér síðan heila nótt svo hrottalega að þegar hún henti mér út á nærfötunum með restina af fötunum í fanginu keyrði ég og lagði hjá bensínstöð nálægt, klæddi mig eins og ég best gat, sat, reykti og hugsaði hvar ég gæti keyrt út í sjó á nægilega mikilli ferð til að rotast örugglega við höggið og drukkna.

 

 

Hér má sjá pistil Ásgeirs í fullri lengd, með því að smella á færsluna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -