Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Gekk hrædd í gegnum FB: „Hann komst upp með nauðgun og byrjaði síðan að hrella mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Að vera í skóla með geranda sínum er ekkert grín,“ segir ung stúlka, sem stígur hugrökk fram á Twitter og segir sögu sína. Ekki aðeins þurfti hún að upplifa nauðgun af hálfu skólabróður síns í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, FB, heldur byrjaði hinn meinti gerandi að hrella hana í kjölfarið þegar hann sá að hann komst upp með brotið innan veggja skólans.

Stúlkan segir nauðgunina hafa átt sér stað árið 2020 og enn sé hún með geranda sínum í FB. Því fylgi mikil vanlíðan, „kvíðaköst hverja nótt fyrir skólann og kvíðaköst inná baðherbergi á milli tíma.“

Líkt og skólayfirvöld í MH eru þessa dagana gagnrýnd fyrir þá segir stúlkan að stjórnendur FB hafi ekkert gert til að hjálpa sér. „Skólinn gat ekki rekið hann því hann á „alveg jafn mikinn rétt á námi” og ég. Ég var undir lögaldri og sagði námsráðgjafanum mínum hvað hafi gerst, hún átti strax að tilkynna þetta til barnaverndarnefndar því ég var ennþá barn en hún gerði það ekki,“ segir stúlkan og heldur áfram:

„Hjálpin sem ég fékk frá skólanum var að fá stundaskránna hans til að flýja gangana þar sem hann var. Þessa önn var ég með 108 fjarvistastig og ég náði 1 af 6 áföngum. Af því að hann komst upp með nauðgun þá byrjaði hann að hrella mig í skólanum því hann vissi að hann kæmist upp með það líka.“

Samkvæmt frásögn stúlkunnar ungu þurfti hún ekki aðeins á líða þjáningar vegna nauðgunar heldur hafi hinn meinti gerandi farið að hrella hana í kjölfarið, þar sem hann hafi séð að hann kæmist upp með allt innan veggja skólans.

„Í eitt skipti átti hann að vera í tíma. Vinir hans sáu mig og létu hann vita. Hann labbar framhjá mér, strýkur á mér hendina og starir á mig. Enn eitt fjarvistarstig komið því ég var grátandi inná baði. Hann hékk fyrir utan stofurnar sem ég var í og stóð hjá hurðargáttinni til að hræða mig,“ segir hún og bætir við:

- Auglýsing -

„Ég gat ekki tekið þátt í félagslífi skólans því hann var alltaf þar. Ég hætti í nemendaráði og alla daga þarf ég að sjá hann lifa sínu lífi áhyggjulaus á meðan ég þarf alltaf að vera á varðbergi. Ætli hann sé í kring og hvað gerist næst? Á meðan hans mannréttindi eru varin, er traðkað á mínum. Fjölbrautarskólann í Breiðholti eru ekki bara að samþykkja nauðgun, skólastjórnendur gefa honum áfram leyfi til þess að framlengja ofbeldinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -