2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hægt að sjá nákvæmlega hvar fötin eru framleidd

Sænska fatakeðjan H&M hefur tekið í notkun tækni sem gerir viðskiptavinum kleift að sjá uppruna allra flíka, þar kemur fram upplýsingar um framleiðanda, nafn á verksmiðju og staðsetningu hennar ásamt fjölda starfsmanna.

Einnig verður hægt að fá ítarlegri upplýsingar um textílefnin sem notuð eru við framleiðsluna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H&M.

„Með auknu gangsæi verður auðveldara fyrir viðskiptavini að hafa sjálfbærni að leiðarljósi og taka upplýstari kaupákvarðanir,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

„Við viljum sýna heiminum að það er hægt að vera stór og samtímis gagnsær. Með því að opinbera hvar vörurnar okkar eru framleiddar viljum við setja staðla fyrir iðnaðinn og gera það auðveldara fyrir viðskiptavini okkar að huga að sjálfbærni þegar kemur að fatakaupum,‟ er haft eftir Isak Roth, yfirmanni alþjóðlegra sjálfbærnimála hjá H&M.

Upplýsingar um bakgrunn allra vara H&M má finna í netverslunum á heimasíðum fyrirtækisins. Eins og er verður þjónustan ekki í boði fyrir þau lönd sem ekki hafa netverslun en hinsvegar verða upplýsingarnar aðgengilegar öllum á vefverslunum. Íslendingar geta kynnt sér bakgrunn varanna til dæmis á bresku H&M-síðunni eða þeim skandinavísku.

AUGLÝSING


Í vefverslunum H&M er hægt að nálgast upplýsingar um þær verksmiðjur sem sjá um framleiðslu fyrir fyrirtækið.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is