Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hildur Eir minnist Gísla Rúnars: „Öllu hans gamni fylgdi einhver lífsspeki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Hildur Eir Bolladóttir minnist Gísla Rúnars Jónssonar leikara.

„Elsku Björgvin Franz, Eva Dögg og Edda, hjartans samúðarkveðjur, ég græt með ykkur hér í norðrinu,“ skrifar séra Hildur Eir Bolladóttir, í færslu á Facebook, þar sem hún minnist Gísla Rúnars Jónssonar, leikstjóra og leikara með meiru.

Gísli Rúnar lést á heimili sínu í gær, 67 ára að aldri og minnist Hildur Eir hans með miklum hlýhug, en hún segist hafa kynntst honum ung að aldri. „Þegar ég var unglingur og var um tíma heimagangur á heimili hans og Eddu,“ segir hún og lýsir Gísla sem alveg óvenjulega skemmtilegum manni.

„Svo mikill og djúpur húmoristi að öllu hans gamni fylgdi einhver lífsspeki eða prédikun. Ég átti föður sem var alltaf að leiðrétta málfar mitt og svo fór ég að koma inn á heimili Gísla og hann var hálfu verri, en nú þakka ég þeim báðum og þeirra ást á okkar ylhýra máli.“

Biður Hildur Eir Guð um að blessa minningu Gísla Rúnars. „Hann var einstakur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -