• Orðrómur

Smitdólgurinn verður yfirheyrður en nýtur nafnleyndar: „Mun aldrei vera gefið upp“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -
„Það hefur aldrei og mun aldrei vera gefið upp nafn í tilvikum sem þessum vegna persónuverndarákvæða,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, spurð út í nafn smitdólgsins sem komið hefur af stað stóru hópsmiti í samfélaginu eftir að hafa brotið sóttvarnarlög við komuna til landsins. „Við hvetjum alla til að halda sóttkví og hlýta sóttvarnarákvæðum, bætir Hjördís við.
Í gær greindust 27 innanlands með Covid-19 og 97 eru nú í einangrun með sjúkdóminn. Þá eru 386 í sóttkví og 922 í skimunarsóttkví. Þrír liggja nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19.
Hið nýja hópsmit hefur verið rakið til einstaklings, sem kom til landsins, braut gegn sóttkví og smitaði fjölda manns áður en yfirvöldum tókst að grípa inn í og einangra fólk. Framferði þessa smitdólgs, sem ekki gat hlýtt reglum, kostar nú veikindi barna og starfsmanna á leikskóla og tengdra aðila. Þá þurfa tugir manna að sæta einangrun og aðskilnaði frá ættingjum og vinum.
Málið er nú komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, segir ekki spurningu um að hér sé um sakamál að ræða. Skýrt er tekið á brotum um sóttvarnarákvæði í íslenskum hegningarlögum.
„Þetta er hreint og klárt lögbrot. Um leið og viðkomandi losnar út einangrun verður tekið á þessu eins og hverju öðru sakamáli og viðkomandi settur í yfirheyrslur. Við erum núna að sinna upplýsingaöflun eins og í öðrum málum sem koma inn á okkar borð, sóttvarnarbrotum og öðrum brotum“.
Aðspurður um hvort mörg sóttvarnarbrot séu komin inn á borð lögreglu segir Guðmundur þau þau vera þó nokkur. ,,Ég er ekki með töluna en er að taka þau saman,“ segir Guðmundur Páll.
Almenn hegningarlög 1940/19
175. gr.
Hver, sem veldur hættu á því, að næmur sjúkdómur komi upp eða berist út meðal manna, með því að brjóta gegn lagafyrirmælum um varnir gegn næmum sjúkdómum eða varúðarreglum yfirvalda, sem þar að lúta, skal sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum. Refsingin getur þó orðið fangelsi allt að 6 árum, ef um sjúkdóma er að ræða, sem hið opinbera hefur gert sérstakar ráðstafanir til að hefta eða afstýra, að berist hingað til lands.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -